Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Snorri Másson skrifar 27. september 2021 20:03 Til vinstri Olaf Scholz, líklega verðandi kanslari Þýskalands, til hægri Maximilian Conrad stjórnmálafræðiprófessor, og svo þarf ekki að segja neinum hver á hendurnar á myndinni úr þýska þinginu. Getty Images/Vísir Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“ Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“
Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47
Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48