Dak flottur í fyrsta heimaleiknum eftir meiðslin skelfilegu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 07:15 Dak Prescott og Cedrick Wilson fagna snertimarki hjá Dallas liðinu í nótt. AP/Michael Ainsworth Dallas Cowboys hafði mikla yfirburði í fyrsta heimaleik tímabilsins þegar liðið vann 41-21 sigur á Philadelphia Eagles í NFL deildinni í nótt. Fyrir ári síðan yfirgaf Dak Prescott leikvöllinn grátandi á hnjaskvagni eftir hryllileg ökklameiðsli en hann missti af stærsta hluta tímabilsins vegna þeirra. Meiðslin urðu í fimmta leik síðasta tímabils og eftir það fór nær allt bit úr leik Kúrekanna. FINAL: The @DallasCowboys win the rivalry matchup! #PHIvsDAL #DallasCowboys pic.twitter.com/SMoLbdo0gg— NFL (@NFL) September 28, 2021 Prescott hefur komið sterkur til baka og sýndi það og sannaði í leiknum í nótt. Prescott gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum og leiddi sína menn til öruggs sigurs. Cowboys liðið tapaði fyrsta leik leiktíðarinnar á móti meisturum Tampa Bay Buccaneers en hefur unnið báða leiki sína síðan. „Ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef gengið í gegnum, alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til að komast aftur í að gera það sem ég elska sem er að spila fótbolta. Það er hvergi betri staður til að spila fótbolta en hér,“ sagði Dak Prescott eftir leikinn. It's all Dallas on Monday Night. #DallasCowboys : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/otXkQksdpm— NFL (@NFL) September 28, 2021 Hlauparinn Ezekiel Elliott náði sér aftur á strik en hann fór 95 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Innherjinn Dalton Schultz skoraði líka tvö snertimörk í sama leiknum í fyrsta sinn á hans ferli. Það voru líka margir stuðningsmenn Dallas liðsins mættir til að fagna endurkomu Prescott. Hann hafði reyndar spilað tvo útileiki með liðinu en fyrsti heimaleikurinn var alltaf ákveðin tímamót. Áhorfendur voru yfir 93 þúsund á leiknum í AT&T leikvanginum í nótt. .@Dak so poised on 4th & Goal.Touchdown, #DallasCowboys! : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/JfQnh7iSjz— NFL (@NFL) September 28, 2021 NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Fyrir ári síðan yfirgaf Dak Prescott leikvöllinn grátandi á hnjaskvagni eftir hryllileg ökklameiðsli en hann missti af stærsta hluta tímabilsins vegna þeirra. Meiðslin urðu í fimmta leik síðasta tímabils og eftir það fór nær allt bit úr leik Kúrekanna. FINAL: The @DallasCowboys win the rivalry matchup! #PHIvsDAL #DallasCowboys pic.twitter.com/SMoLbdo0gg— NFL (@NFL) September 28, 2021 Prescott hefur komið sterkur til baka og sýndi það og sannaði í leiknum í nótt. Prescott gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum og leiddi sína menn til öruggs sigurs. Cowboys liðið tapaði fyrsta leik leiktíðarinnar á móti meisturum Tampa Bay Buccaneers en hefur unnið báða leiki sína síðan. „Ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef gengið í gegnum, alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til að komast aftur í að gera það sem ég elska sem er að spila fótbolta. Það er hvergi betri staður til að spila fótbolta en hér,“ sagði Dak Prescott eftir leikinn. It's all Dallas on Monday Night. #DallasCowboys : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/otXkQksdpm— NFL (@NFL) September 28, 2021 Hlauparinn Ezekiel Elliott náði sér aftur á strik en hann fór 95 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Innherjinn Dalton Schultz skoraði líka tvö snertimörk í sama leiknum í fyrsta sinn á hans ferli. Það voru líka margir stuðningsmenn Dallas liðsins mættir til að fagna endurkomu Prescott. Hann hafði reyndar spilað tvo útileiki með liðinu en fyrsti heimaleikurinn var alltaf ákveðin tímamót. Áhorfendur voru yfir 93 þúsund á leiknum í AT&T leikvanginum í nótt. .@Dak so poised on 4th & Goal.Touchdown, #DallasCowboys! : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/JfQnh7iSjz— NFL (@NFL) September 28, 2021
NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira