Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 17:00 Barátta Ellen Fokkema fyrir að fá að spila með strákunum hefur vakið talsverða athygli. Getty/Henk Jan Dijks Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni. Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen. Hollenski boltinn Holland Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Jú þessi tuttugu ára gamla kona varð þá sú fyrsta til að spila í karlaboltanum í Hollandi. Fokkema hafði spilað með strákum allan sinn feril en hafði aðeins mátt spila með yngri flokka liðum eða áhugamannaliðum. Ekki í keppni fullorðinna. Fokkema barðist fyrir því að fá leyfi frá hollenska knattspyrnusambandinu til að spila með körlunum. Í maí 2021 fékkst það og um helgina var komið að stundinni sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Ellen Fokkema schrijft geschiedenis als vrouw tussen de mannen in het eerste van @vvFoarut. Bekijk de hele video hier — ESPN NL (@ESPNnl) September 27, 2021 Fokkema byrjaði reyndar á bekknum en kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. „Ég reyni að nota klókindin því annars gengi þetta aldrei upp hjá mér. Það er líffræðilega ákveðið,“ sagði Ellen Fokkema í viðtali við ESPN. Fokkema er að læra verða hjúkrunarfræðingur og á aðeins sex mánuði eftir að því námi. Hún var að vinna á neyðarmóttökunni á sjúkrahúsinu í bænum í vikunni fyrir leikinn. Það er ekki vanalegt að varamaður í liði sem tapar 4-0 í níundu deild fái svona fjölmiðlaathygli en þetta var sögulegur dagur og því fullt af myndavélum á staðnum. Ellen Fokkema breaks Dutch age barrier to play football against men https://t.co/iZhpN8pZC9— The Guardian (@guardian) August 8, 2020 „Ég býst við því að þetta sé merkur áfangi fyrir fótboltann í heild sinni. Konur mega velja með hvaða liði þær spila. Það er nýtt að þær hafa valið. Ég vona að ég verði ekki sú síðasta því annars hefði þetta allt verið til einskis,“ sagði Ellen. Það búa aðeins 2665 í bænum Menaam og allir þekkja því alla. Sex af strákunum sem hafa spilað við hlið hennar í gegnum tíðina eru allir liðsfélagar hennar ennþá. „Ég var vön að taka aukaspyrnurnar en mótherjarnir urðu oft mjög pirraðir ef boltinn fór í netið. Stundum sögðu þeir: Hey þetta er ekki ballett og þá leið mér sérstaklega vel þegar ég hljóp fram úr þeim mínútu seinna,“ sagði Ellen.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira