Ford leggur þúsundir milljarða í rafbílaverksmiðjur Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 08:48 Ford hefur þegar lagt aukna áherslu á rafbíla í verksmiðjum sínum í Texas og Michigan. Nú stendur til að spýta í lófanum með risafjárfestingu í Tennessee og Kentucky. Vísir/EPA Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að fjárfesta meira en 1.400 milljarða íslenskra króna í verskmiðjum til að framleiða rafbíla. Markmið fyrirtækisins er að um helmingur allra seldra bíla losi ekki gróðurhúsalofttegundir árið 2030. Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið. Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjármunirnir verða notaðir til þess að reisa stærstu verksmiðju fyrirtækisins til þessa í Tennessee og tvær rafhlöðuverksmiðjur í Kentucky. Uppbyggingin á að skapa um 11.000 störf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verksmiðjurnar eiga að smíða fólksbíla og pallbíla fyrir bandaríska viðskiptavini. Jim Farley, forseti og forstjóri Ford, segir þetta stærstu fjárfestingu í sögu fyrirtækisins og að henni sé ætla að bæta framtíð Bandaríkjanna. Hlutfallslega fáir rafbílar eru komir í umferð í Bandaríkjunum. Aðeins um 2% rafbíla sem voru seldir í heiminum í fyrra voru seldir í Bandaríkjunum. Bílaframleiðendurnir sjálfir stefna að því að helmingur seldra bíla verði kolefnishlutlausir fyrir lok þessa áratugar. Þá hefur ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta tilkynnt að reglur um útblástur bifreiða verði hertar frá 2026. Á sama tíma vill Bandaríkjastjórn ráðast í uppbyggingu hleðslustöðva og bjóða almenningi hvata til að kaupa sér vistvænni bifreiðar. Óljóst er þó hvort að Bandaríkjaþing samþykki fjárveitingar til þess verkefnis. Atkvæðagreiðslur um innviðapakka Biden fara fram á þinginu á fimmtudag. Farley segir að Ford styðji frumvarpið.
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira