Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:40 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætir til fundarins í Ráðherrabústaðnum. Flokkur hans vann góðan sigur í Alþingiskosningunum og bætti við sig fimm þingmönnum. Vísir/Vilhelm Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Það var annar fundur þeirra í dag. Ríkisstjórn þeirra hélt velli í kosningunum á laugardag og jók meirihluta sinn þökk sé miklum sigri Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi sagði það ekki stóra málið hver yrði forsætisráðherra ef flokkarnir þrír endurnýjuðu samstarf sitt og neitaði því að hann gerði kröfu um að fá embættið í ljósi góðs árangurs Framsóknarflokksins. Flokkurinn bætti við sig fimm þingmönnum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað en Vinstri græn töpuðu einum þingmanni frá kjörtímabilinu. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Sagði hann opið hver veitti ríkisstjórninni forsæti og benti á að þau Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hefðu öll reynslu af embættinu. „Við erum að koma út úr mjög góðu ríkisstjórnarsamstarfi undir forystu Katrína en við erum hins vegar að hefja nýtt kjörtímabil,“ sagði Sigurður Ingi. Eftir fjögurra ára samstarf þekki flokkarnir nokkuð vel hvað þurfi að ræða sérstaklega fyrir framhaldið þó að samfélagið taki líka breytingum og nýjar áskoranir skjóti upp kollinum. Hann sagðist telja raunhæft að það skýrist fyrir lok vikunnar hvort að flokkarnir hefji formlegar viðræður um nýjan stjórnarsáttmála. Neitaði Sigurður Ingi að hann hefði rætt við aðra flokka um myndun annarrar þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnar. „Í ljósi mjög skýrrar niðurstöðu kosninganna þá er þetta held ég hið augljósa umboð sem við höfum frá þjóðinni og við tökum það,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. 28. september 2021 14:25
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35