Bryndís segist elska hunda Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 16:22 Bryndís segir skrif Vilhjálms þar sem hann segir hana hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík, ekki svaraverð en hún svarar nú samt, með sínum hætti, á Facebook-síðu sinni þar sem hún birtir fjölda mynda af hundum og tilkynnir að hún elski hunda. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður skrifaði pistil sem birtist í gær þar sem hann gagnrýndi það harkalega að Bryndís Haraldsdóttir hafi á sínum tíma verið færð upp fyrir hann á lista Sjálfstæðismanna í Kraganum. Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Vilhjálmur sparar sig hvergi í skrifum sínum, segir að Bryndís hafi ekki einu sinni sagt takk fyrir að hafa haldið friðinn og það sem meira er, hún hafi hringt í sig niðurlægðan eftir að hafa verið fallinn af Alþingi í þá snemmbúnum kosningum, bullað og látið eins og fífl. „Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ Skrif Vilhjálms, svo afgerandi sem þau eru, hafa eins og við mátti búast, vakið mikla athygli. Bryndís segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um þessi skrif. „Ég tel þau ekki svara verð,“ segir hún í samtali við Vísi. En hún bendir á að hún hafi verið að setja inn færslu á Facebook og þar megi finna, með óbeinum hætti, svör við pistlinum. En margir hafa fært skrif Vilhjálms í tal við sig. Þar segist Bryndís þakklát öllum þeim sem treysta sér til góðra verka. „Að starfa á vettvangi stjórnmála í bráðum 20 ár hefur gefið mér einstakt tækifæri til að starfa með fjölda fólks, bæði flokkssystkinum en líka fólki úr öðrum flokkum. Ég er þakklát fyrir það samstarf og þá staðreynd að það hefur almennt gengið mjög vel. Ég mun hér eftir sem hingað til leggja mig fram í störfum mínum, trúa á sjálfan mig og vanda mig í samskiptum við annað fólk,“ skrifar Bryndís sem birtir með myndir af sér þar sem hún er að kjassa hunda. Skilaboðin ættu ekki að fara fram hjá neinum sem þekkja forsöguna. „Og já ég elska hunda,“ bætir Bryndís við orð sín, og lætur broskall fylgja.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Dýr Suðvesturkjördæmi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent