Ákærðir fyrir að hafa beitt IKEA-borðhníf og glasi gegn hvor öðrum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 15:31 IKEA-borðhnífinn nýtti annar maðurinn til að stinga hinn í bakið. Vísir/Hanna Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa veist hvor að öðrum að næturlagi í október í fyrra. Annar maðurinn beitti hinn glerglasi á meðan hinn mundaði borðhníf frá IKEA í slagsmálunum. Báðir eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn hvor öðrum. Slagsmálin áttu sér stað mánudagskvöldið 26. október eða aðfaranótt þriðjudagsins 27. október í fyrra. Sá fyrri er ákærður fyrir að hafa veist að hinum og slegið hann með glerglasi í höfuðið sem við það brotnaði og í kjölfarið slegið hann nokkrum sinnum í höfuðið með krepptum hnefa. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Fram kemur í kærunni að afleiðingar barsmíðanna hafi verið þær að seinni maðurinn hlaut 1,5 cm skurð vinstra megin á höku, eins cm skurð á vinstri kinn og fjögurra mm skurð á enni. Hinn maðurinn, sá sem hlaut skurðina, er einnig ákærður en ákæran listar að hann hafi stungið fyrri manninn með IKEA borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut 3 cm langan og 5 cm djúpan skurð á baki vinstra megin. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að IKEA borðhnífurinn verði gerður upptækur. Fyrri maðurinn, sá sem beitti glerglasinu og var stunginn með IKEA borðhnífnum, hefur krafist þess að hinn verði dæmdur til að greiða honum tvær milljónir króna í miskabætur. Þá verði honum gert að greiða málskostnað fyrri mannsins að fullu. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í byrjun októbermánaðar. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Slagsmálin áttu sér stað mánudagskvöldið 26. október eða aðfaranótt þriðjudagsins 27. október í fyrra. Sá fyrri er ákærður fyrir að hafa veist að hinum og slegið hann með glerglasi í höfuðið sem við það brotnaði og í kjölfarið slegið hann nokkrum sinnum í höfuðið með krepptum hnefa. Þetta kemur fram í ákæru gegn mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Fram kemur í kærunni að afleiðingar barsmíðanna hafi verið þær að seinni maðurinn hlaut 1,5 cm skurð vinstra megin á höku, eins cm skurð á vinstri kinn og fjögurra mm skurð á enni. Hinn maðurinn, sá sem hlaut skurðina, er einnig ákærður en ákæran listar að hann hafi stungið fyrri manninn með IKEA borðhníf í bakið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut 3 cm langan og 5 cm djúpan skurð á baki vinstra megin. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að IKEA borðhnífurinn verði gerður upptækur. Fyrri maðurinn, sá sem beitti glerglasinu og var stunginn með IKEA borðhnífnum, hefur krafist þess að hinn verði dæmdur til að greiða honum tvær milljónir króna í miskabætur. Þá verði honum gert að greiða málskostnað fyrri mannsins að fullu. Málið fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í byrjun októbermánaðar.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira