Frá þessu segir á vef Neytendastofu, en stofnunin fékk á dögunum ábendingu um málið. Segir að baukurinn hafi verið ranglega CE-merktur sem leikfang af framleiðanda baukanna, Trix vöruþróun ehf.
„Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að fylgjast vel með og passa að ung börn séu ekki að leika sér með baukinn. Vill Neytendastofa minna neytendur á að það kann að vera sérstaklega hættulegt þegar börn komast í smáa muni, enda eiga börn það til að stinga slíkum munum upp í sig.
Áður hafa komið upp mál þar sem slíkir munir hafa lokað fyrir öndunarveg barna. Það er því mikilvægt að foreldrar gæti varúðar þegar börnum er leyft að nýta ákveðna hluti við leik,“ segir á vef Neytendastofu.