„Getum ekki beðið eftir því að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 13:32 Ásta Eir Árnadóttir hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari með Breiðabliki. stöð 2 sport Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Ásta segir að það sé hugur í Blikum fyrir leik kvöldsins og þeir ætli sér að vinna sinn þrettánda bikarmeistaratitil. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur. Þetta hefur verið löng bið eftir leiknum þannig að við getum ekki beðið eftir því að spila,“ sagði Ásta. Blikar hafa ekki spilað síðan 12. september þegar lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar fór fram. Þar vann Breiðablik einmitt Þrótt, 6-1. „Við tókum rólega æfingaviku eftir að deildin kláraðist en höfum núna æft af fullum krafti og spiluðum æfingaleik í síðustu viku. Það hefur verið góður andi á æfingum og undirbúningurinn góður,“ sagði Ásta. Stefna á titil á hverju sumri Blikar enduðu í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og vilja ekki ganga titlalausar frá tímabilinu. „Við stefnum á titil á hverju einasta sumri og að það yrði mjög sterkt fyrir okkur að taka þennan titil. Við viljum vinna bikarmeistaratitilinn og það er stefnan,“ sagði Ásta. Mikill munur er á reynslu Breiðabliks og Þróttar þegar kemur að stórum leikjum. Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur Þróttara á meðan Blikar eru í sínum nítjánda úrslitaleik. Þrátt fyrir það og úrslitin í síðasta leik Breiðabliks og Þróttar á Ásta von á alvöru leik í kvöld. Þær eru virkilega góðar „Þetta verður bara hörkuleikur. Síðasti leikurinn í deildinni hefur ekkert að segja. Þetta er allt önnur keppni og þær eru virkilega góðar. Fyrri deildarleikurinn í sumar var hörkuleikur þar sem við unnum á síðustu mínútunni. Þetta verður stál í stál. Það er alltaf sjarmi yfir bikarnum og sérstaklega skemmtilegir leikir þannig að ég held að þetta verði mjög góð skemmtun,“ sagði Ásta. Í síðasta mánuði komst Breiðablik, fyrst íslenskra liða, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hún hefst í næstu viku en þá fær Breiðablik franska stórliðið Paris Saint-Germain í heimsókn. Ásta segir þrátt fyrir að þessi stóri leikur bíði sé öll einbeiting Blika á bikarúrslitaleiknum. „Þetta hefur verið áskorun en við erum ekkert að pæla í þeim leik eins og staðan er núna. Það er full einbeiting á bikarúrslitaleikinn og svo tekur spennandi verkefni við eftir helgi,“ sagði Ásta að endingu. Leikur Breiðabliks og Þróttar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn