90 ára og stendur á haus alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2021 20:03 Óskar Hafsteinn stendur á haus nær daglega inn í svefnherbergi hjá sér, oftast í 4 til 5 mínútur í senn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar Hafsteinn Ólafsson, níræður íbúi á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að halda sér í góðu formi. Einn hluti af því er að standa á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna. Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira
Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sjá meira