Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2021 22:00 Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, segir það ekki vera af ástæðulausu að liðið sé að fara að spila á stærsta sviði Evrópu. Mynd/Skjáskot Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá. „Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Ég held að þær séu alveg sterkari, þær eru náttúrulega ríkjandi meistarar í Frakklandi,“ sagði Ásta. „En það eru breytingar á báðum liðum og þetta verður bara virkilega erfiður leikur. Þær eru mjög góðar.“ Ásta segir að þrátt fyrir að leikmenn liðsins ætli sér að njóta þess að vera að fara að spila á stærsta sviði Evrópu þá séu þær ekki komnar þetta langt að ástæðulausu. „Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið. En við erum komnar hingað af ástæðu og við ætlum ekkert að fara að slaka á núna. Þetta er líka bara risa tækifæri fyrir leikmennina og við erum allar tilbúnar að grípa þessi tækifæri.“ „Það er bara að njóta þess, en við ætlum líka að sækja stigin og við ætlum að ná úrslitum í þessum riðli.“ Samkvæmt styrkleikalista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er PSG fimmta sterkasta kvennalið Evrópu. Ásta segir að markmið liðsins sé að spila góðan varnarleik, og að refsa frönsku meisturunum þegar að tækifærin gefast. „Auðvitað er þetta risastór leikur og verður ótrúlega erfitt. Þannig að við þurfum að vera einbeittar í 90 mínútur.“ „Aðal markmiðið okkar í þessum leik er að spila góðan varnarleik og halda markinu hreinu sem lengst. Vonandi getum við svo refsað þeim inn á milli.“ Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, verður í hópnum sem mætir PSG á morgun og Ásta segir það ótrúlega skemmtilegt að fá að spila leik af þessari stærðargráðu við hlið systur sinnar. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Við erum þarna hlið við hlið í vörninni og þekkjum hvora aðra mjög vel. Það er bara frábært fyrir okkur að taka þátt í þessu saman.“ „Við höfum verið að vinna titla og svona saman þannig að þetta er extra sætt.“ En hvað þurfa Blikar að gera til að ná í úrslit á móti liði eins og PSG að mati Ástu? „Við þurfum að vera mjög þéttar fyrir og tala saman. Eiginlega bara tala þær í kaf því þær skilja ekkert hvað við erum að segja.“ „Bara vera mjög þéttar og ekki gefa einhver ódýr færi á okkur eða óþarfa aukaspyrnur eða hornspyrnur. Við þurfum bara að vera með fulla einbeitingu í 90 mínútur og eins og ég segi að nýta tækifærin inn á milli þegar við fáum þau. Svo sjáum við bara hvað setur,“ sagði Ásta að lokum. Viðtalið við Ástu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira