„Ef einhver var nógu vitlaus að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 12:00 Helena Sverrisdóttir í leik með Haukum á móti sínu gamla liði, Val. Vísir/Bára Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar mun Helena Sverrisdóttir spila sinn fyrsta deildarleik með Haukum í nokkur ár. Körfuboltakvöld ræddi stærstu félagsskiptin í kvennakörfunni fyrir þetta tímabil. Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson stýrði upphitunarþætti Körfuboltakvölds um Subway-deild kvenna í gær og með honum voru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. „Stærstu félagsskipti sumarsins. Helena Sverrisdóttir skipti úr Val aftur heim í Hauka. Ef einhver var nógu vitlaus til að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar þá sannaði hún það í þessari mögnuðu framgöngu Haukakvenna á móti Sportiva í Evrópukeppninni,“ sagði Kjartan Atli. Helena Sverrisdóttir skoraði 32 stig í seinni leiknum á Asoreyjum þar sem hún dróg vagninn eftir að Haukaliðið lenti 21-2 undir í byrjun leiks. „Helena Sverrisdóttir dró vagninn undir lokin og sýndi þar og sannaði að hún er einn mesti sigurvegarinn í íslenskum boltaíþróttum,“ sagði Kjartan og sendi boltann á Pálínu. „Ég fæ gæsahúð. Ég er svo ofboðslega stolt af Helenu og auðvitað Haukaliðinu öllu. Þessi árangur og þessi frammistaða sem hún sýndi okkur í þessum leikjum, sérstaklega seinni leiknum, er eitthvað grín. Hún er svo ofboðslega flott og hún átti barn fyrir korteri. Það eru ekki tuttugu mínútur síðan, það er korter,“ sagði Pálína. „Ég átti barn á sama tíma og hún og ég myndi aldrei geta leikið heilan körfuboltaleik. Samt er ég í geggjuðu formi,“ sagði Pálína. „Það að hún sé komin heim gjörbreytir öllu. Haukarnir fóru úr því að vera mjög skemmtilegt lið á síðustu leiktíð þar sem Sara Rún kom skemmtilega inn í liðið. Það var góð breidd í liðinu en nú fóru þær úr því að vera skemmtilegt lið í að vera bara frábært lið,“ sagði Kjartan. „Að Helena sé komin breytir einhvern veginn hugsunarhættinum hjá öllum,“ sagði Kjartan. „Þetta léttir undir með Haukastelpunum. Kassinn fer út og þær hugsa: Nú getum við þetta, við erum með Helenu með okkur í liði,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. Það má finna allt spjallið um Haukana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Helena Sverrisdóttir og Haukaliðið Heil umferð fer fram í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld og Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki í beinni. Fyrst verður sýnt beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks sem hefst klukkan 18.15. Svo strax á eftir verður sýnt beint frá leik Hauka og Njarðvíkur sem hefst klukkan 20.15. Körfuboltakvöld kvenna verður síðan á dagskrá klukkan 17.00 á morgun.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira