Tillaga Sjálfstæðisflokksins brot á innkaupareglum borgarinnar Sabine Leskopf skrifar 6. október 2021 17:31 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun