Sebastian: Nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. október 2021 21:47 Sebastian Alexanderssyni var ekki skemmt í leikslok. vísir/vilhelm Sebastian Alexanderson, þjálfari HK í handbolta, var allt annað en sáttur eftir 4 marka tap á móti FH er liðin mættust í Kórnum í kvöld. FH leiddi leikinn nánast frá upphafi. Lokatölur 29-25. „Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur, ekki endilega við tapið. Við héldum engum fókus á því sem við áttum að vera að gera en vorum rosalega fljótir að æsa okkur upp og missa hausinn í einhverja helvítis þvælu. Ég veit ekki hvað menn héldu að þeir væru eða hvaða íþrótt þeir voru að spila, en menn héldu engri athygli á hluti sem við höfðum stjórn á. Ég nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi, það hefur ekkert með reynslu að gera.“ Aðspurður hvaða kafli hafi orðið þeim að falli hafði Sebastian þetta að segja: „Það kom enginn kafli. Það kom bara eitt atvik og þá misstum við hausinn. Þá fær leikmaður hjá okkur olnbogaskot og allir missa sig í geðshræringu og eftir það gátum við ekki spilað í 10 mínútur. Við fengum 10-1 kafla á okkur því menn misstu fókus. Svo erum við að gera okkur seka um ótrúlega þvælu. Við erum með 16 tapaða bolta og flesta sem við eigum ekki að bjóða upp á. Með aðeins betri leik hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik.“ HK eru einungis búnir að spila einn leik og það í 1. umferð sem fór fram 16. september. „Það er ekkert brjálæðislega skemmtileg staða að loksins að fá að byrja Íslandsmótið og fara svo í þriggja vikna pásu meðan að aðrir eru að spila. Það er algjört fíaskó. Við verðum víst að taka þátt í því að Valur er í Evrópukeppni.“ Kristján Ottó Hjálmarsson fékk tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir að rífa kjaft við dómarann og var Sebastian ekki par hrifinn af því. „Þetta er bara heimskulegt og hann á ekkert að vera að tala við dómarann. Hann hefur engan stjórn á því sem er dæmt og hann á að beina sinni athygli að leiknum í stað þess að rífa kjaft. Ég er ánægður með dómarann að gefa honum auka tvær.“ Fyrir næsta leik vill Sebastian sjá strákana halda fókus. „Halda athygli á því sem við eigum að vera að gera. Við erum að reyna að búa til lið og við erum að hugsa til framtíðar og til lengri tíma. Allir leikir eru erfið verkefni fyrir okkur og nánast óyfirstíganleg. Við verðum líka að sýna framfarir í hverjum einasta leik og takast á við verkefnið betur og betur. Við tókumst ekki betur á við verkefnið í dag en á móti KA. FH gaf bullandi færi á sér til þess að það kæmu óvænt úrslit en við nýttum það ekki því við misstum fókus.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
HK Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Leik lokið: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn seigum HK-mönnum HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25. 7. október 2021 22:35