Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 16:58 Dmitry Muratov. AP/Alexander Zemlianichenko Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. „Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“. Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
„Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“.
Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira