Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2021 12:32 Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í Mýrdalshreppi alla helgina. Aðal hátíðarhöldin fara þó fram í Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“. Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Menningarhátíð Mýrdælinga, „Regnboginn – list í fögru umhverfi“ hófst á fimmtudaginn og stendur alla helgina. Boðið er upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það verður tónlist, tónleikar, það er ball, það eru myndlistarsýningar og við erum með alþjóðlegt matarsmakk, auk þess sem við skrifuðum undir samning við Landlækni um heilsueflandi samfélag í gær. Það er bara nóg af öllu á þessari flottu hátíð,“ segir Þorbjörg. Hún segir almennt góða þátttöku í hátíðinni, sem er haldin á hverju hausti. „Já, það hefur aukist núna aftur. Það var mjög góð þátttaka í fyrra og mér sýnist hún vera mjög góð ár. Núna sit ég heima hjá mér og er að smyrja heimabakað rúgbrauð frá Kerlingardal með reyktri bleikju frá Fagradal en það verður framlag sveitarstjórans og þessara tveggja bænda, íslenska framlagið á matarsmakkinu, þannig að það eru allir að gera eitthvað og undirbúa.“ Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir alla velkomna á hátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörg segist finna það mjög vel hvað fólk er þyrst í að gera eitthvað saman eftir allar samkomutakmarkanirnar vegna Covid. Þá sé hátíðin í Mýrdalshreppi flott framtak. „Já, þetta er mjög mikilvægt, fólk er allan jafnan mjög upptekið og allir á hlaupum og þessi einangrun hefur verið undanfarið ár, fólk hefur verið hvert í sínu horni og þá er þetta enn og frekar mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Þorbjörg. Hægt er að nálgast alla dagskrá helgarinnar inn á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is
Mýrdalshreppur Menning Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira