Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 10:11 Margir Rússar hafa orðið þreyttir á biðinni og sækja því í önnur efni. Aðrir segjast treysta Sputnik V betur og bíða eftir alþjóðlegri vottun. Getty/Alexander Demianchuk Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Mildari spá í kortunum „Vonandi klárast þetta á morgun“ Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Mildari spá í kortunum „Vonandi klárast þetta á morgun“ Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira