Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 07:22 Kristalina Georgieva nýtur enn stuðnings framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þrátt fyrir ásakanir um þjónkun við Kínastjórn hjá Alþjóðabankanum. AP/Peter Dejong Kristalina Georgieva getur setið áfram sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að stjórn hans lýsti yfir fullum stuðningi við hana að liknum fundi í gær. Taldi stjórnin ekki fullsannað að Georgieva hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu Kína þegar hún starfaði fyrir Alþjóðabankann. Niðurstöður skýrslu sem var unnin fyrir siðanefnd Alþjóðabankans var að Georgieva, sem þá var forstjóri bankans, og forseti hans hefðu sett þrýsting á starfsmenn að eiga við gögn til að fegra stöðu Kína á lista yfir þau ríki þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum árið 2017. Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í október árið 2019. Stjórn sjóðsins fundaði stíft um ásakanirnar og framtíð Georgievu um helgina og fram á gærdaginn. Á endanum komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega sannað að Georgieva hefði gert nokkuð rangt hjá Alþjóðabankanum. „Eftir að hafa skoðað öllu sönnunargögnin sem voru lögð fram ítrekað framkvæmdastjórnin full traust sitt á forystu framkvæmdastjórans og getu hans til að halda áfram að gegna skyldum sínum,“ sagði stjórnin í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sú yfirlýsing var með þeim fyrirvara að enn standi yfir rannsókn á vegum Alþjóðabankans. Bandaríkjastjórn áskilji sér rétt til að fylgjast grannt með framvindu þeirrar rannsóknar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að skýrsla Alþjóðabankans hafi leitt í ljós raunveruleg álitamál en að í ljósi skorts á frekari sönnunargögnum um beina aðild Georgievu að misferli væri ekki grundvöllur til þess að skipta henni út. Georgieva hefur hafnað allri sök og sakað skýrsluhöfunda um að neita að leyfa sér að bregðast við ásökununum. Á þeim tíma sem hún og Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, eiga að hafa beitt sér í þágu Kína reyndu þau að sannfæra stjórnvöld í Beijing til þess að leggja bankanum til aukið hlutafé. Framkvæmdastjórinn er einnig sagður hafa beitt sér á vafasaman hátt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í sumar. Bloomberg-fréttastofan sagði frá því að árlegri úttektarskýrslu um Brasilíu hefði verið breytt og varúðarorð um loftslagsbreytingar fjarlægð eftir að Georgieva ræddi persónulega við fulltrúa ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. 11. október 2021 13:41 Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. 11. október 2021 08:40 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Niðurstöður skýrslu sem var unnin fyrir siðanefnd Alþjóðabankans var að Georgieva, sem þá var forstjóri bankans, og forseti hans hefðu sett þrýsting á starfsmenn að eiga við gögn til að fegra stöðu Kína á lista yfir þau ríki þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum árið 2017. Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í október árið 2019. Stjórn sjóðsins fundaði stíft um ásakanirnar og framtíð Georgievu um helgina og fram á gærdaginn. Á endanum komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega sannað að Georgieva hefði gert nokkuð rangt hjá Alþjóðabankanum. „Eftir að hafa skoðað öllu sönnunargögnin sem voru lögð fram ítrekað framkvæmdastjórnin full traust sitt á forystu framkvæmdastjórans og getu hans til að halda áfram að gegna skyldum sínum,“ sagði stjórnin í yfirlýsingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Sú yfirlýsing var með þeim fyrirvara að enn standi yfir rannsókn á vegum Alþjóðabankans. Bandaríkjastjórn áskilji sér rétt til að fylgjast grannt með framvindu þeirrar rannsóknar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að skýrsla Alþjóðabankans hafi leitt í ljós raunveruleg álitamál en að í ljósi skorts á frekari sönnunargögnum um beina aðild Georgievu að misferli væri ekki grundvöllur til þess að skipta henni út. Georgieva hefur hafnað allri sök og sakað skýrsluhöfunda um að neita að leyfa sér að bregðast við ásökununum. Á þeim tíma sem hún og Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, eiga að hafa beitt sér í þágu Kína reyndu þau að sannfæra stjórnvöld í Beijing til þess að leggja bankanum til aukið hlutafé. Framkvæmdastjórinn er einnig sagður hafa beitt sér á vafasaman hátt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í sumar. Bloomberg-fréttastofan sagði frá því að árlegri úttektarskýrslu um Brasilíu hefði verið breytt og varúðarorð um loftslagsbreytingar fjarlægð eftir að Georgieva ræddi persónulega við fulltrúa ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Tengdar fréttir AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. 11. október 2021 13:41 Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. 11. október 2021 08:40 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. 11. október 2021 13:41
Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. 11. október 2021 08:40