Þetta kemur fram á vef dönsku ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin vill kanna hvort hægt sé byggja almennar íbúðir á nokkrum ákveðnum stöðum í Kaupmannahöfn, svo sem Skjolds Plads á Nørrebro, Bispebjerg og Kristjaníu,“ segir í nýrri skýrslu.

Deilur hafa lengi staðið um Kristjaníu eftir að stofnað var fríríki þar á áttunda áratugnum. Fíkniefnaviðskipti hafa verið mikil í hverfinu en á síðustu árum hefur lögregla framfylgt dönskum lögum þar sem og annars staðar í Kaupmannahöfn.
Á vef DR segir að ekki liggi fyrir hvort mögulegt sé að byggja íbúðahúsnæði í Kristjáníu. Vilji standi þó að kanna hvort mögulegt sé og að unnið verði markvisst að því að reisa slíkt húsnæði í umræddu hverfi og víðar.
Þá er heldur ekki tekið fram hverjar hugmyndirnar séu um fjölda nýrra íbúða í Kristjaníu. Unnið sé að málinu í samstarfi við borgarstjórn Kaupmannahafnar.