Þörf á „nýju Breiðholti“ til að leysa vandann Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 11:34 Hér má sjá loftmynd af Breiðholts-hverfi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir að húsnæðismálin verði þungamiðja komandi kjarabaráttu. Neyðarástand blasi við ef húsnæðisþörfinni verður ekki mætt, sem nemi nýju Breiðholti að hans mati. Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“ Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í síðustu kjaraviðræðum var lagt upp með að lækka lifikostnað launamanna með því að berjast fyrir vaxtalækkun og lækkun á leigukostnað. Vextir hafa lækkað en fólk á húsaleigumarkaði hefur staðið eftir að mati formanns VR. „Ný húsaleigulög til að stórauka vernd þeirra sem eru á leigumarkaði náðust ekki í gegn. Sömuleiðis húsnæðisliðurinn í vísitölunni og þrengja að verðtryggðu lánunum. Þetta eru allt hlutir sem náðust ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VRVísir/Vilhelm Hann segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig við að fjölga íbúðum. Ástandið á húsnæðismarkaðinum sé orðið skelfilegt og eigi bara eftir að versna ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt borgaryfirvöldin harðlega fyrir að standa sig ekki við að fjölga íbúðum. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í ástandið á húsnæðimarkaðinum í borginni. Ragnar fagnar stuðningi mótaðila sinna, og vísar þar í orð Sigurður Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst væri að húsnæðismálin yrðu stór hluti af komandi kjarabaráttu. „Það mun lenda mjög líklega á verkalýðshreyfingunni að fara í átak í þessum efnum. Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld og sveitarfélög taki höndum saman og fari í þjóðarátak í uppbyggingu á húsnæði. Og við þurfum ekkert minna en nýtt Breiðholt eins og það var byggt upp á sínum tíma. Það vantar bara það mikið,“ segir Ragnar. Mannvirkajstofnun segir þörf fyrir 3.500 nýjar íbúðir á ári, en samkvæmt þeirri spá þyrfti að reisa 17.500 íbúðir á næstu fimm árum. Ragnar vill koma Íslendingum í sambærileg kjör og íbúar Norðurlandanna búa við þegar kemur að vaxtastigi, stórauka leiguvernd og að stórauka framboð á húsnæði. „Við höfum verið að þrýsta á aðila að hefja viðræður nú strax. Við megum engan tíma missa og höfum engan tíma í sjálfum sér. Skaðinn er að mörgu leyti skeður.“
Húsnæðismál Kjaramál Seðlabankinn Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira