Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 10:00 Leo Messi og Luis Suarez í leik Barcelona og Atletico Madrid á síðasta tímabili. Getty/Urbanandsport Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann. Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Simeone er Argentínumaður eins og Messi en hann fór þá ekki beint til landa síns. Ástæðan var að einn besti vinur Messi spilaði með liðinu hans. Diego Simeone reveals he got Luis Suarez to try and lure Lionel Messi to Atletico Madrid last summer https://t.co/juLuzzdODb— MailOnline Sport (@MailSport) October 13, 2021 Simeone hefur nú viðurkennt það opinberlega að hafa spurt leikmann sinn, Luis Suarez, hvort að það væri einhver möguleiki á því að fá Messi til Atletico Madrid. Messi ætlaði að semja aftur við Barcelona en fjárhagsvandræði Katalóníufélagsins komu í veg fyrir það og argentínski snillingurinn samdi á endanum við franska stórliðið Paris Saint Germain. „Þegar allt þetta gerðist hjá Barcelona, þá hringdum við í Luis,“ sagði Diego Simeone í viðtali við argentínska blaðið Diario Ole. „Ég hringdi ekki í Leo en ég hringdi í Luis til að kanna stöðuna á honum. Ég spurði hann út í hvernig Messi væri og hvort hann hefði áhuga. Er einhver smá möguleiki á því að hann gæti komið til Atletico Madrid,“ sagðist Simeone hafa spurt úrúgvæska framherjann sinn. Diego Simeone on when Lionel Messi left FC Barcelona: "I called Suarez to ask him if there would be the slightest chance of him coming to Atletico. But that lasted three hours. Paris Saint-Germain were clearly obsessed with bringing him in." This via Ole. pic.twitter.com/bSK11MrKeT— Roy Nemer (@RoyNemer) October 12, 2021 Suarez var besti vinur Messi hjá Barcelona en hann fór til Atletico Madrid fyrir rúmu ári síðan þegar Ronald Koeman, nýr þjálfari Börsunga, vildi ekkert með hann hafa. Suarez raðaði inn mörkum hjá Atletico og varð spænskur meistari á fyrsta ári. Simeone sagði síðan að vonirnar um að semja við Messi hafi dáið fljótlega eftir að það kom í ljós að viðræðurnar við PSG gengu svona vel. Simeone grínaðist með þetta: „Þetta var eins og þegar flugvél flýgur fyrir ofan þig og þú segir: Þarna fer hún,“ sagði Simeone léttur. „Ef þú myndir spyrja mig hvar Messi ætti að spila, þá væri svarið með liði sem vill vinna. Hann ætti að spila með liði sem veit hvernig það fer að því að vinna. Það skiptir engu máli hvar. Bara að það sé lið sem vill vinna og sé tilbúið í að vinna. Ekki hafa áhyggjur af honum. Hafið áhyggjur af liðinu,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira