Krafa um bann við notkun „fríhafnar“ náði ekki flugi Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 16:57 Fríhöfnin er dótturfélag Isavia sem hefur notað hugtökin fríhöfn og duty free um árabil. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hafnaði kröfu Sante ehf. og ST ehf. um að Fríhöfninni yrði bannað að nota heitin „Duty Free“ og „Fríhöfn“ í tengslum við auglýsingar og sölu á áfengi og tóbaki. Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli. Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Sante er víninnflytjandi sem rekur vefverslunina SanteWines en St flytur inn tóbak og rekur jafnframt vefverslunina Vindill.is. Töldu kvörtunaraðilarnir að Fríhöfnin hafi með notkun sinni á áðurnefndum hugtökum brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá hafi Fríhöfnin blekkt neytendur með nafngiftinni og skapað félaginu samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli. Átti brotið að grundvallast á því að Fríhöfnin hafi greitt hundruð milljóna ár hvert í áfengis- og tóbaksgjöld, sem félagið hafi innheimt í gegnum vöruverð í verslunum sínum. Fullyrtu Sante og ST því að Fríhöfnin væri ekki verslun með tollfrjálsan eða duty free varning að því leyti. Um að ræða alþekkta hugtakanotkun Fríhöfnin mótmælti þessu og hafnaði því að félagið væri að blekkja neytendur með notkun hugtakanna. Í svari Fríhafnarinnar til Neytendastofu segir að orðið fríhöfn merki verslun í flugstöð þar sem kaupa megi tollfrjálsan varning til innflutnings og duty free sé alþekkt tilvísun til fríhafnarverslanna um allan heim. Þá segir í svarinu að engin lög, hvorki íslensk né alþjóðleg geri kröfum að um að vörur sem seldar séu í fríhafnarverslunum séu án nokkurra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjöld séu eftirágreidd gjöld sem leggist ofan á vöruverð komufríhafna og gert sé ráð fyrir að rekstraraðilar greiði gjaldið með lækkun á álagningu. Vöruverð komufríhafna sé því án áfengis- og tóbaksgjalda og því séu neytendur ekki blekktir með villandi upplýsingum. Ekki sýnt fram á samkeppnisforskot Í niðurstöðu Neytendastofu segir að ekkert hafi komið fram sem sýni fram á að Fríhöfnin hafi skapað sér samkeppnisforskot á óréttmætum grundvelli gagnvart Sante og ST. Þá er vísað til þess að notkunin á orðinu fríhöfn samræmist skilgreiningu í íslenskum orðabókum og notkun heitanna fríhöfn og duty free sé rótgróin í íslenskri málhefð. „Telur Neytendastofa að neytendur leggi þann skilning í heitin að um sé að ræða verslun sem býður til sölu tollfrjálsan varning og vöruverð almennt lægra en í hefðbundnum verslunum.“ Þá segir í niðurstöðu Neytendastofu að áfengis- og tóbaksgjald sé ekki tollur samkvæmt skilgreiningu skattsins þar sem tollur sé eingöngu innheimtur við innflutning á vöru. Er það álit stofnunarinnar að vísun Fríhafnarinnar til þess að verslanir félagsins séu fríhöfn og duty free sé eðlileg og rétt. Taldi Neytendastofa því ekki sé tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í þessu máli.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira