Aaron Rodgers sagði allri stúkunni í Chicago að hann ætti þau ennþá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 12:00 Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers litu illa út í fyrsta leik en hafa síðan ekki tapað leik. Getty/Quinn Harris Arizona Cardinals hélt sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni með sannfærandi hætti í gær og hefur unnið fyrstu sex leiki tímabilsins. Kyler Murray og félagar í Arizona Cardinals mættu til leiks á móti Cleveland Browns án þjálfara sína þar sem Kliff Kingsbury fékk kórónuveiruna. Það háði liðinu ekki mikið því Murray var frábær og Cardinals vann 37-14 sigur. Murray átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum. Another day, another easy TD for @DeAndreHopkins. #RedSea : #AZvsCLE on FOX : NFL app pic.twitter.com/BAoty4lAOm— NFL (@NFL) October 17, 2021 Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar, hefur verið í tómu veseni að undanförnu og þetta leit ekki vel út hjá Kansas City Chiefs á móti Washington Football Team eftir að Mahomes kastaði boltanum tvisvar frá sér í fyrri hálfleik. Mahomes og félagar vöknuðu í hálfleik og keyrðu yfir Washington menn eftir hlé þar sem leikstjórnandi snjalli átti meðal annars þrjár snertimarkssendingar. Chiefs komst þar með aftur í fimmtíu prósent sigurhlutfall. .@PatrickMahomes connects with @Demarcus for the score! #ChiefsKingdom : #KCvsWAS on CBS : NFL app pic.twitter.com/x4OGvvoFTC— NFL (@NFL) October 17, 2021 Green Bay Packers vann 24-14 sigur í nágrannaslag á útivelli á móti Chicago Bears. Aaron Rodgers átti tvær snertimarkssendingar og gerði síðan út um leikinn með því að skora sjálfur eitt snertimark í lokin. Í framhaldinu hljóp hann í átt að Chicago stúkunni og öskraði að hann ætti þau ennþá. Þetta var fimmti sigur Packers liðsins í röð og Rodgers hefur unnið 22 af 27 leikjum sínum á ferlinum á móti Chicago Bears. BAD MAN. @AaronRodgers12 : #GBvsCHI on FOX : NFL app pic.twitter.com/lHghsq962t— NFL (@NFL) October 17, 2021 Baltimore Ravens liðið er líka á miklu skriði og fór illa með Los Angeles Chargers í 34-6 sigri. Þetta var fimmti sigur Ravens manna í röð. Chargers var búið að vinna þrjá leiki í röð og skoraði 42 stig í leiknum á undan. Leikstjórnandinn ungi Justin Herbert og félagar hans komust ekkert áfram og gamalreyndu hlaupararnir Latavius Murray, Le’Veon Bell og Devonta Freeman skoruðu allir snertimörk fyrir Hrafnana. The game-winner. #DallasCowboys #DALvsNE pic.twitter.com/nXRLKtzO4T— NFL (@NFL) October 17, 2021 Dallas Cowboys vann sinn fimmta leik í röð en þurfti framlengingu til að landa sigri á móti New England Patriots. Útherjinn kórónaði stórleik sinn með því að skora snertimarkið sem tryggði sigurinn í framlengingunni eftir frábæra sendingu frá Dak Prescott. Matthew Stafford átti þrjár af fjórum snertimarkssendingum sínum í 28 stiga öðrum leikhluta þegar Los Angeles Rams vann 38-11 sigur á meiðslahjáðu liði New York Giants. Útherjinn Cooper Kupp skoraði tvö af þessum snertimörkum. Rams hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum á tímabilinu. Jacksonville Jaguars tókst að endan tuttugu leikja taphrinu sínu, þá næstlengstu í sögu NFL, með því að vinna 23-20 sigur á Miami Dolphins í leik sem var spilaður í London. Sparkarinn Matthew Wright tryggði sigurinn með 53 jarda vallarmarki um leið og leiktíminn rann út eftir að hafa jafnað metin með öðru 54 jarda vallarmarki fyrr í lokaleikhlutanum. Every touchdown from NFL RedZone in Week 6! pic.twitter.com/Aop779ehBH— NFL (@NFL) October 18, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Miami Dolphins 20-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 24-14 Chicago Bears Los Angeles Rams 38-11 New York Giants Houston Texans 3-31 Indianapolis Colts Cincinnati Bengals 34-11 Detroit Lions Kansas City Chiefs 31-13 Washington Football Team Los Angeles Chargers 6-34 Baltimore Ravens Minnesota Vikings 34-28 Carolina Panthers (Framlenging) Arizona Cardinals 37-14 Cleveland Browns Las Vegas Raiders 34-24 Denver Broncos Dallas Cowboys 35-29 New England Patriots (Framlenging) Seattle Seahawks 20-23 Pittsburgh Steelers (Framlenging) NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Kyler Murray og félagar í Arizona Cardinals mættu til leiks á móti Cleveland Browns án þjálfara sína þar sem Kliff Kingsbury fékk kórónuveiruna. Það háði liðinu ekki mikið því Murray var frábær og Cardinals vann 37-14 sigur. Murray átti fjórar snertimarkssendingar í leiknum. Another day, another easy TD for @DeAndreHopkins. #RedSea : #AZvsCLE on FOX : NFL app pic.twitter.com/BAoty4lAOm— NFL (@NFL) October 17, 2021 Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar, hefur verið í tómu veseni að undanförnu og þetta leit ekki vel út hjá Kansas City Chiefs á móti Washington Football Team eftir að Mahomes kastaði boltanum tvisvar frá sér í fyrri hálfleik. Mahomes og félagar vöknuðu í hálfleik og keyrðu yfir Washington menn eftir hlé þar sem leikstjórnandi snjalli átti meðal annars þrjár snertimarkssendingar. Chiefs komst þar með aftur í fimmtíu prósent sigurhlutfall. .@PatrickMahomes connects with @Demarcus for the score! #ChiefsKingdom : #KCvsWAS on CBS : NFL app pic.twitter.com/x4OGvvoFTC— NFL (@NFL) October 17, 2021 Green Bay Packers vann 24-14 sigur í nágrannaslag á útivelli á móti Chicago Bears. Aaron Rodgers átti tvær snertimarkssendingar og gerði síðan út um leikinn með því að skora sjálfur eitt snertimark í lokin. Í framhaldinu hljóp hann í átt að Chicago stúkunni og öskraði að hann ætti þau ennþá. Þetta var fimmti sigur Packers liðsins í röð og Rodgers hefur unnið 22 af 27 leikjum sínum á ferlinum á móti Chicago Bears. BAD MAN. @AaronRodgers12 : #GBvsCHI on FOX : NFL app pic.twitter.com/lHghsq962t— NFL (@NFL) October 17, 2021 Baltimore Ravens liðið er líka á miklu skriði og fór illa með Los Angeles Chargers í 34-6 sigri. Þetta var fimmti sigur Ravens manna í röð. Chargers var búið að vinna þrjá leiki í röð og skoraði 42 stig í leiknum á undan. Leikstjórnandinn ungi Justin Herbert og félagar hans komust ekkert áfram og gamalreyndu hlaupararnir Latavius Murray, Le’Veon Bell og Devonta Freeman skoruðu allir snertimörk fyrir Hrafnana. The game-winner. #DallasCowboys #DALvsNE pic.twitter.com/nXRLKtzO4T— NFL (@NFL) October 17, 2021 Dallas Cowboys vann sinn fimmta leik í röð en þurfti framlengingu til að landa sigri á móti New England Patriots. Útherjinn kórónaði stórleik sinn með því að skora snertimarkið sem tryggði sigurinn í framlengingunni eftir frábæra sendingu frá Dak Prescott. Matthew Stafford átti þrjár af fjórum snertimarkssendingum sínum í 28 stiga öðrum leikhluta þegar Los Angeles Rams vann 38-11 sigur á meiðslahjáðu liði New York Giants. Útherjinn Cooper Kupp skoraði tvö af þessum snertimörkum. Rams hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum á tímabilinu. Jacksonville Jaguars tókst að endan tuttugu leikja taphrinu sínu, þá næstlengstu í sögu NFL, með því að vinna 23-20 sigur á Miami Dolphins í leik sem var spilaður í London. Sparkarinn Matthew Wright tryggði sigurinn með 53 jarda vallarmarki um leið og leiktíminn rann út eftir að hafa jafnað metin með öðru 54 jarda vallarmarki fyrr í lokaleikhlutanum. Every touchdown from NFL RedZone in Week 6! pic.twitter.com/Aop779ehBH— NFL (@NFL) October 18, 2021 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Miami Dolphins 20-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 24-14 Chicago Bears Los Angeles Rams 38-11 New York Giants Houston Texans 3-31 Indianapolis Colts Cincinnati Bengals 34-11 Detroit Lions Kansas City Chiefs 31-13 Washington Football Team Los Angeles Chargers 6-34 Baltimore Ravens Minnesota Vikings 34-28 Carolina Panthers (Framlenging) Arizona Cardinals 37-14 Cleveland Browns Las Vegas Raiders 34-24 Denver Broncos Dallas Cowboys 35-29 New England Patriots (Framlenging) Seattle Seahawks 20-23 Pittsburgh Steelers (Framlenging)
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: (Útiliðið er á undan) Miami Dolphins 20-23 Jacksonville Jaguars Green Bay Packers 24-14 Chicago Bears Los Angeles Rams 38-11 New York Giants Houston Texans 3-31 Indianapolis Colts Cincinnati Bengals 34-11 Detroit Lions Kansas City Chiefs 31-13 Washington Football Team Los Angeles Chargers 6-34 Baltimore Ravens Minnesota Vikings 34-28 Carolina Panthers (Framlenging) Arizona Cardinals 37-14 Cleveland Browns Las Vegas Raiders 34-24 Denver Broncos Dallas Cowboys 35-29 New England Patriots (Framlenging) Seattle Seahawks 20-23 Pittsburgh Steelers (Framlenging)
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira