Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 20:31 Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku. Vísir/Egill Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“ Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Það hefur komið sérfræðingum á óvart hversu þrálatur vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir af völdum kórónuveirufaraldursins hafa verið. Íslenskir neytendur hafa ekki farið varhluta af þessu - en staðan er misgóð eftir vöruflokkum. Ástandið hefur ekki og mun líklega ekki hafa áhrif á matvöruframboð en það hafa þó komið upp dæmi, gámaskortur í Kína olli því til dæmis á tímabili að það var vöntun á ákveðinni tegund af núðlusúpu. Fyrirtæki sem versla með innfluttar vörur frá Asíu hafa fundið hvað mest fyrir þessu; húsgagna- og fataverslanir til að mynda. En það eru ekki bara risar á borð við IKEA sem glíma við tómar hillur; Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku á Laugavegi fullyrðir að hreinlega allir í stéttinni finni fyrir vandanum. Stálskortur sé helsti steinn í hennar götu. „Við erum búin að vera að nota gott gengi síðasta árs til að byggja í haginn og höfum verið að hamstra í allt sumar og allt haust. Þegar eftirspurnin eykst svona mikið þá náttúrulega lætur eitthvað undan.“ Jólavertíðin í ár gæti því litast nokkuð af gámaskorti og brotalömum í flutningskeðjum úti í heimi - og gjafavöruúrval þannig kannski fábrotnara en oft áður. Ætti fólk að huga að jólagjafainnkaupum í fyrra fallinu? „Ég myndi alveg mæla með því og maður sér að fólk er alveg byrjað, það var einhver hérna í morgun sem kom og sagði: „Ég ætla að fá alla þessa ostaskera,“ og ég myndi alveg mæla með því að bíða ekki alveg fram á Þorláksmessu. En hjá okkur verður allavega eitthvað til, ég er búin að hamstra og hamstra og hamstra.“
Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11 Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Sjá meira
Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. 17. október 2021 13:11
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. 15. október 2021 08:00