Guðlaug Edda segir fjórða mánuðinn þann erfiðasta: Vonin byrjar í myrkrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 10:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021 og hún datt síðan út eftir að hún meiddist á mjöðm. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vinnur markvisst af því að koma til baka eftir efið meiðsli og stóra aðgerð á mjöðm. Það er ekki alltaf dans á rósum í endurkomunni eins og hún segir frá í nýjum pistli. „Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda. Þríþraut Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
„Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda.
Þríþraut Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira