Svínsnýra grætt á fótlegg sjúklings starfar eðlilega og framleiðir þvag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 08:57 Nýrað var grætt á fótlegg heiladauðs sjúklings. AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Skurðlæknum í New York hefur tekist að græða nýra úr erfðabreyttu svíni á mann. Fylgst var með sjúklingnum í 54 klukkustundir og virtist nýrað starfa eðlilega og framleiddi meðal annars þvag og úrgangsefnið kreatínín. Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá. Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira