Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 19:03 Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir sóttkvíarreglur mjög íþyngjandi fyrir nemendur skólans. Vísir/Sigurjón Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira