Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 19:03 Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir sóttkvíarreglur mjög íþyngjandi fyrir nemendur skólans. Vísir/Sigurjón Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira