Hvað segja einræðisherrarnir um Ísrael og Gyðinga? FInnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. október 2021 07:31 Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar