Heimamenn í Vezprem byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu fjöfur mörk leiksins. Áður en langt um leið var staðan orðin 10-3 og útlitið svart fyrir Teit og félaga. Liðið náði þó að rétta sig örlítið af fyrir hálfleik, en staðan var 14-8 þegar gengið var til búningsherbergja.
Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og náðu fljótt níu marka forskoti. Gestirnir í Flensburg hrukku í gang um stund og skoruðu fjögur mörk í röð, en náðu þó aldrei að brúa bilið á milli liðanna.
Lokatölur urðu 28-23 og Veszprem hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í B-riðli. Flensburg hefur aðeins náð í eitt stig og situr sem fastast á botni riðilsins.