Telja að jafnvægi náist ekki nema meira sé byggt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2021 14:01 Byggja þarf meira að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru ósammála hagfræðingum Landsbankans um að jafnvægi sé mögulegt á húsnæðismarkaðnum á næstunni. Telja þeir margt benda til að slíkt jafnvægi náist ekki nema núverandi byggingaráform verði aukin. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem meðal annars er vísað í hagspá Landsbankans sem gefin var út í vikunni. Þar kom fram að greinendur bankans telji mögulegt að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði, eftir miklar hækkanir upp á síðkastið. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar telja hins vegar ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Telur hagdeild stofnunarinnar að það þurfi að koma um þrjú þúsund nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug til að uppfylla húsnæðisþörf landsmanna. Spá stofnunarinnar gerir einnig ráð fyrir að að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en þrjú þúsund íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma. Ráðleggur stofnunin að byggðar séu um fimm hundruð fleiri íbúðir á næstu árum, eða allt að 3.500 á ári, bæði vegna viðvarandi óuppfylltrar íbúðaþarfar og vegna fólksfjölgunar og breytinga sem eru að verða á heimilisgerð. Skiptar skoðanir á stefnu borgarinnar Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík og víðar hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumati þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem meðal annars er vísað í hagspá Landsbankans sem gefin var út í vikunni. Þar kom fram að greinendur bankans telji mögulegt að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði, eftir miklar hækkanir upp á síðkastið. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar telja hins vegar ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Telur hagdeild stofnunarinnar að það þurfi að koma um þrjú þúsund nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug til að uppfylla húsnæðisþörf landsmanna. Spá stofnunarinnar gerir einnig ráð fyrir að að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en þrjú þúsund íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma. Ráðleggur stofnunin að byggðar séu um fimm hundruð fleiri íbúðir á næstu árum, eða allt að 3.500 á ári, bæði vegna viðvarandi óuppfylltrar íbúðaþarfar og vegna fólksfjölgunar og breytinga sem eru að verða á heimilisgerð. Skiptar skoðanir á stefnu borgarinnar Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík og víðar hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumati þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32
Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31