Icardi-sápuóperan heldur áfram: Sundur, saman, aftur sundur og nú aftur saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:01 Ekki vantar dramatíkina í líf Icardi-hjónanna. getty/Jean Catuffe Sápuóperan með Icardi-hjónunum í aðalhlutverki heldur áfram. Síðustu daga hafa þau hætt saman og tekið saman á víxl og allt fyrir opnum tjöldum. Miðað við nýjustu fréttir eru þau enn hjón. Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014. Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014.
Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira