Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 08:40 Helgi Gunnlaugsson segir að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Stöð 2 Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða.
Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira