Geislafræðingur sem ráðist var á við vinnu fær ekki bætur frá ríkinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 13:49 Árásarmaðurinn hrinti geislafræðingnum með þeim afleiðingum að hún hlaut tjón af. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum geislafræðings sem hafði við störf sín árið 2016 orðið fyrir líkamsárás. Vildi geislafræðingurinn meina að ríkið ætti að greiða henni bætur í samræmi við kjarasamninga ríkisins við Félag geislafræðinga. Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Geislafræðingurinn gerði þá kröfu að íslenska ríkið greiddi henni tæpar 17 milljónir króna í miskabætur. Hafði hún starfað sem geislafræðingur á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Þann 9. september 2016 hafði hún sótt sér matarbakka í matsal og var á leið aftur upp á röngtgendeild þegar hún gekk fram hjá aðstöðu öryggisvarða. Var þar staddur maður sem átti í orðaskiptum við tvo öryggisverði. Varð maðurinn æstur þegar hann fékk þær upplýsingar frá öryggisvörðunum að geðdeildhafi ekki verið opnuð. Tók hann þá á rás eftir ganginum, hljóp aftan að geislafræðingnum og hrinti henni þannig að hún hlaut tjón af. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í október 2017 og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða geislafræðingnum 451 þúsund krónur í skaðabætur en það hefur ekki gengið eftir sökum fjárhagsstöðu mannsins. Engin ástæða fyrir öryggisverðina að yfirbuga árásarmanninn Geislafræðingurinn byggði mál sitt á því að hún ætti rétt til frekari bóta á grundvelli slysatrygginga samkvæmt kjarasamningi ríkisins við Félag geislfræðinga. Til vara var málið byggt á því að ríkið bæri ábyrgð á tjóninu þar sem ríkið hafi sem vinnuveitandi geislafræðingsins mistekist að tryggja öryggi hennar. Öryggisverðirnir tveir hafi til að mynda ekki hagað störfum sínum með forsvaranlegum hætti þennan dag. Þá hafi aðbúnaðurinn á Landspítalanum verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Að mati dómarans stóðust ekki kröfur geislafræðingsins. Vísaði hann til þess að samkvæmt kjarasamningnum, og þeirri grein sem geislafræðingurinn vísaði til, þyrfti starfsmaðurinn að hafa orðið fyrir tjóni sínu við það að sinna einstaklingnum sem olli tjóninu. Ljóst sé að árásarmaðurinn var ekki í meðferð hjá geislafræðingnum og var hann ekki innritaður sjúklingur á Landspítala. Geislafræðingurinn hafi einnig byggt mál sitt á því að öryggi hennar hafi ekki verið tryggt og vísaði hún sérstaklega til þess að öryggisverðirnir hafi ekki sinnt störfum sínum nægilega vel. Dómurinn féllst ekki á það og taldi ekkert athugavert við að manninum hafi verið vísað inn á spítalann, en hann hafði vakið athygli öryggisvarðanna þegar hann stóð fyrir utan með sambýliskonu sinni og barni og var þar mikill æsingur. Þegar öryggisvörðurinn hafi nálgast parið hafi konan sagt að maðurinn þyrfti hjálp, öryggisvörðurinn hafi því ákveðið að vísa honum inn á spítalann. Þá hafi ekkert átt sér stað, áður en maðurinn tók á rás eftir ganginum, sem réttlætt hefði getið að öryggisverðirnir reyndu að handtaka manninn og yfirbuga hann. Þá var ekki fallist á þá athugasemd geislafræðingsins að aðbúnaður á Landspítala hafi verið ófullnægjandi til að tryggja öryggi hennar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Dómsmál Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira