Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. október 2021 07:00 Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum og körlum og að konur þykja jafnvel algjörar frekjur ef þær eru ákveðnar í því að tala samt. Vísir/Getty Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. Sem dæmi má nefna niðurstöður rannsóknar sem gerð í George Washington University þar sem niðurstöður sýna að karlmenn grípa fram í fyrir konum 33% oftar en við karlmenn. Frægt er orðið það dæmi sem þótti kristalla þennan ósið karlmanna sérstaklega vel. Það var í kappræðum Kamala Harris varaforseta Bandaríkjanna og forvera hennar, Mike Pence, sem þá greip frammí fyrir Harris í alls tíu skipti. Og hún svaraði: „Herra Pence, ég er að tala.“ Hverjir og hvar er þetta helst að finna? Þessi ósiður er mest áberandi í karllægu umhverfi. Hvort heldur sem er á karllægum vinnustöðum eða á fundum þar sem karlmenn eru í meirihluta. Rannsóknir hafa hins vegar einnig sýnt að konur eiga það oftar til að tala í hálfgerðum spurningartón. Eða eru nánast of kurteisar. Svara til dæmis: „Fyrirgefðu, má ég klára?“ Sem í raun hljómar eins og beiðni til þess sem greip fram í. Til að bæta gráu ofan á svart er stundum vísað í konur sem algjörar frekjur, ef þær eru ekki kurteisar þegar þær þagga niður í þeim sem greip fram í og halda áfram að tala. En hér eru nokkur góð ráð. 1. Settu sjálfstraust í röddina Talaðu af öryggi. Hátt og skýrt. Því þegar þú talar af miklu öryggi er það erfiðara fyrir aðra að grípa fram í fyrir þér. 2. Ekki taka þessu persónulega Það finnst öllum leiðinlegt þegar að fólk grípur fram í fyrir þeim. En reyndu að taka fram í gripinu ekki persónulega, því það er ekkert betra fyrir þig að halda áfram en að fólk heyri að þú stuðaðist eða ert orðin pirruð yfir ókurteisinni. Á fundum getur það til dæmis gerst að fólk tekur meira eftir því að þú ert orðin pirruð, heldur en að það muni eftir því að verið var að grípa fram í fyrir þér. Einbeittu þér bara að því sem þú ætlar að segja. 3. Haltu áfram að tala Ekki gefast upp þótt það sé gripið fram í fyrir þér. Haltu hreinlega áfram að tala og hækkaðu aðeins róminn ef þú þarft þess, til að þagga niður í þeim sem greip fram í fyrir þér. Þetta hljómar ekkert skemmtilega og er það ekki. En þegar það er verið að „tala yfir þig,“ er þetta ráð sem þú þarft hreinlega að grípa til. Þannig að haltu áfram að tala þar til þú hefur klárað að segja það sem þú ætlaðir þér. 4. Ekki afsaka þig Ef viðkomandi aðili heldur áfram að grípa fram í fyrir þér (svona eins og margar konur kannast við), er um að gera að stoppa viðkomandi með því að segja að þú ætlir að klára. En ekki biðja um leyfi til þess að klára. Tilkynntu það bara. Dæmi: Ekki segja: „Fyrirgefðu, má ég klára?“ Segðu frekar: „Fyrirgefðu, ég ætla að klára.“ Sumum konum hefur nýst vel að leggja svona setningar á minnið. Til dæmis væri hægt að taka Kamala Harris sem fyrirmynd og læra setninguna hennar: „Herra Pence, ég er að tala.“ 5. Taktu áfram þátt Segjum sem svo að allt ofangreint virki ekki, sá sem greip fram í fyrir þér heldur áfram að gera það eins og margar konur kannast við. Hér er aðalmálið að draga sig EKKI í hlé, heldur halda áfram að taka þátt í samræðunum. Ef þú nærð ekki að klára þitt mál, er til dæmis hægt að taka þátt með því að taka undir eða gefa endurgjöf á eitthvað sem aðrir eru að segja. Eða að koma þínu að aftur aðeins síðar á fundinum. Gott er að hugsa þetta eins og að slá tvær flugur í einu höggi: Sýna að þú ert góður liðsmaður og um leið að þú ert ófeimin við að taka þátt í umræðum. Jafnréttismál Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum „Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna. 13. október 2021 07:02 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sem dæmi má nefna niðurstöður rannsóknar sem gerð í George Washington University þar sem niðurstöður sýna að karlmenn grípa fram í fyrir konum 33% oftar en við karlmenn. Frægt er orðið það dæmi sem þótti kristalla þennan ósið karlmanna sérstaklega vel. Það var í kappræðum Kamala Harris varaforseta Bandaríkjanna og forvera hennar, Mike Pence, sem þá greip frammí fyrir Harris í alls tíu skipti. Og hún svaraði: „Herra Pence, ég er að tala.“ Hverjir og hvar er þetta helst að finna? Þessi ósiður er mest áberandi í karllægu umhverfi. Hvort heldur sem er á karllægum vinnustöðum eða á fundum þar sem karlmenn eru í meirihluta. Rannsóknir hafa hins vegar einnig sýnt að konur eiga það oftar til að tala í hálfgerðum spurningartón. Eða eru nánast of kurteisar. Svara til dæmis: „Fyrirgefðu, má ég klára?“ Sem í raun hljómar eins og beiðni til þess sem greip fram í. Til að bæta gráu ofan á svart er stundum vísað í konur sem algjörar frekjur, ef þær eru ekki kurteisar þegar þær þagga niður í þeim sem greip fram í og halda áfram að tala. En hér eru nokkur góð ráð. 1. Settu sjálfstraust í röddina Talaðu af öryggi. Hátt og skýrt. Því þegar þú talar af miklu öryggi er það erfiðara fyrir aðra að grípa fram í fyrir þér. 2. Ekki taka þessu persónulega Það finnst öllum leiðinlegt þegar að fólk grípur fram í fyrir þeim. En reyndu að taka fram í gripinu ekki persónulega, því það er ekkert betra fyrir þig að halda áfram en að fólk heyri að þú stuðaðist eða ert orðin pirruð yfir ókurteisinni. Á fundum getur það til dæmis gerst að fólk tekur meira eftir því að þú ert orðin pirruð, heldur en að það muni eftir því að verið var að grípa fram í fyrir þér. Einbeittu þér bara að því sem þú ætlar að segja. 3. Haltu áfram að tala Ekki gefast upp þótt það sé gripið fram í fyrir þér. Haltu hreinlega áfram að tala og hækkaðu aðeins róminn ef þú þarft þess, til að þagga niður í þeim sem greip fram í fyrir þér. Þetta hljómar ekkert skemmtilega og er það ekki. En þegar það er verið að „tala yfir þig,“ er þetta ráð sem þú þarft hreinlega að grípa til. Þannig að haltu áfram að tala þar til þú hefur klárað að segja það sem þú ætlaðir þér. 4. Ekki afsaka þig Ef viðkomandi aðili heldur áfram að grípa fram í fyrir þér (svona eins og margar konur kannast við), er um að gera að stoppa viðkomandi með því að segja að þú ætlir að klára. En ekki biðja um leyfi til þess að klára. Tilkynntu það bara. Dæmi: Ekki segja: „Fyrirgefðu, má ég klára?“ Segðu frekar: „Fyrirgefðu, ég ætla að klára.“ Sumum konum hefur nýst vel að leggja svona setningar á minnið. Til dæmis væri hægt að taka Kamala Harris sem fyrirmynd og læra setninguna hennar: „Herra Pence, ég er að tala.“ 5. Taktu áfram þátt Segjum sem svo að allt ofangreint virki ekki, sá sem greip fram í fyrir þér heldur áfram að gera það eins og margar konur kannast við. Hér er aðalmálið að draga sig EKKI í hlé, heldur halda áfram að taka þátt í samræðunum. Ef þú nærð ekki að klára þitt mál, er til dæmis hægt að taka þátt með því að taka undir eða gefa endurgjöf á eitthvað sem aðrir eru að segja. Eða að koma þínu að aftur aðeins síðar á fundinum. Gott er að hugsa þetta eins og að slá tvær flugur í einu höggi: Sýna að þú ert góður liðsmaður og um leið að þú ert ófeimin við að taka þátt í umræðum.
Jafnréttismál Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00 Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum „Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna. 13. október 2021 07:02 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ómeðvituð hlutdrægni: Fjórar dæmisögur um ójafnrétti á vinnustöðum „Ég kalla þau plástra,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting um þau tæki sem samfélagið hefur þróað til að reyna að ráða, eins og með handafli, við birtingarmyndir miséttis. 14. október 2021 07:00
Launamunur mestur í karllægum starfsstéttum „Fljótt á litið virðist þetta mjög tengt hve störfin eru kynbundin, í skrifstofuhópnum eru konur í miklum meirihluta og þar er jöfnuðurinn meiri en því hærra sem hlutfall karla er í starfsstéttinni þá eykst ójöfnuðurinn meiri,“ segir Víðir Ragnarsson, forstöðumaður ráðgjafar hjá PayAnalytics um niðurstöður nýrrar rannsóknar á launamunum kynjanna. 13. október 2021 07:02
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01
Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01