Aðstoðarkona Clinton segir þingmann hafa ráðist á sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 09:15 Huma Abedin (t.v.) með Hillary Clinton (t.h.) í kappræðum forsetaframbjóðendanna í október árið 2016. Vísir/EPA Huma Abedin, einn nánasti ráðgjafi Hillary Clinton, lýsir því hvernig öldungadeildarþingmaður réðst á hana kynferðislega í endurminningum sínum. Atvikið hafi átt sér stað þegar Clinton var í öldungadeildinni á fyrsta áratug þessarar aldar. Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta. Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta.
Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30