Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. október 2021 22:59 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Stöð 2 Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Verslun Hrekkjavaka Öskudagur Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent