„Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2021 12:01 Matthildur Óskarsdóttir með gullverðlaunin sín í Litháen í dag. Mynd úr einkasafni „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“ Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Matthildur varð heimsmeistari í -84 kg flokki ungmenna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu í Litháen í dag. Óhætt er að segja að keppnin hafi verið æsispennandi en hér að neðan má sjá 117,5 kg Íslandsmetslyftuna sem tryggði Matthildi sigurinn: Aðeins 150 grömm hefðu getað ráðið því að Matthildur yrði ekki heimsmeistari. Það er þyngdarmunurinn á henni og Finnanum Emmeth Torronen, fyrirmynd Matthildar sem hún átti í svo spennandi keppni við um gullið í Litháen í dag. Allt undir í lokatilrauninni Ef Matthildur og Torronen hefðu lyft sömu þyngd hefði Torronen unnið út á það að vera örlítið léttari. Matthildur náði hins vegar að lyfta 117,5 kg, og setja þar með Íslandsmet í opnum flokki kvenna, og tryggja sér titilinn með dramatískum hætti. Torronen lyfti mest 115 kg og náði ekki að koma 117,5 kg upp í lokatilraun sinni. „Það var allt undir. Ég vissi svo sem að ég hefði lyft þessari þyngd á æfingum en það er allt annar pakki að gera það í keppni. Ég þurfti bara að vera vel einbeitt en ekki of spennt, og vona það besta. Það var svolítið súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari. En gaman,“ segir Matthildur létt í bragði. Matthildur Óskarsdóttir efst á verðlaunapallinum. Hún segir það hafa verið góða tilfinningu að geta horft niður á fyrirmynd sína í 2. sæti.kraft.is Keppnin í dag tók á taugarnar hjá þessum 22 ára Seltirningi en Matthildi gekk allt í hag eftir að fyrri tilraun hennar við 112,5 kg misheppnaðist: „Það var rosalega stressandi þegar ég fékk fyrstu lyftuna ógilda. Ég lyfti alveg upp en fékk lyftuna ógilda því hún seig aðeins niður. Þetta er þyngd sem ég hef lyft oft og mörgum sinnum svo þetta átti alveg að ganga upp. Ég þurfti bara að skrúfa hausinn rétt á og vera vel einbeitt fyrir tilraun númer tvö. Þá flaug þessi sama þyngd upp,“ segir Matthildur. Vann fyrirmynd sína sem er hán Hún segist alltaf hafa litið upp til Torronen, sem þurfti að sætta sig við silfur, og bendir á athyglisverða staðreynd um keppinaut sinn: „Ég held að hán sé fyrsti keppandinn í kraftlyfingum í heiminum sem er hán. Ég hef verið að keppa við þessa manneskju frá fyrsta mótinu mínu og alltaf litið mjög upp til háns. Hán hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig svo það var gaman að geta staðið uppi á pallinum og horft niður til háns,“ segir Matthildur. Matthildur Óskarsdóttir sýnir gullverðlaunin eftir að hafa orðið heimsmeistari í bekkpressu.Mynd úr einkasafni Með krosslagða fingur „Hán lyfti 115 kg í annarri lyftu en ég varð að lyfta 112 til að halda mér inni í keppninni. Svo settum við báðar 117 í þriðju lyftu en þar sem hán var 150 grömmum léttari en ég var ljóst að ég þyrfti að ná lyftunni og hán að „feila“ til að ég myndi vinna. Þegar ég var búin að lyfta var ég því með fingurna krosslagða og vonaði að síðasta lyftan mistækist. Þegar ég sá að við værum skráðar í sama flokk þá vissi ég að hán hefði lyft 130 kg og var bara með hausinn stilltan á að ég gæti náð silfrinu. Svo spilaðist þetta á annan veg. Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur. „Var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt“ Til stóð að mótið í Litháen yrði kveðjumót Matthildar, þó að hún eigi eitt ár eftir í ungmennaflokknum, en þau áform hurfu um leið og hún fékk gullmedalíuna um hálsinn: „Það eru tvö ár síðan ég keppti síðast svo þetta hefur verið langt og strangt tímabil án þess að komast á mót. Ég var á því að þetta yrði síðasta mótið mitt, að ég nennti ekki meiru, en þetta var svo skemmtilegt að ég er alls ekki hætt.“
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22