Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 32-26 | Fyrsta tap Hauka en Valskonur enn taplausar Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 31. október 2021 16:15 Valskonur eru enn taplausar í Olís-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Valur vann öruggan sex marka sigur á Haukum, 32-26 í 5. umferð Olís deildar kvenna. Fyrri hálfleikur leiksins var virkilega jafn en í síðari hálfleik tóku Valskonur frumkvæðið. Forskotið reyndist Haukunum um megn. Leikurinn byrjaði rólega en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir rúman fjögurra mínútna leik. Haukar náðu snemma ágætis forskoti og voru þær skrefi á undan Val stærstan hluta fyrri hálfleiks. Munurinn varð þó aldrei meiri en tvö mörk og skildu liðin í hálfleik sem eins marks mun, 14-13, Haukum í vil. Valskonur voru fljótar að finna kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og náðu eins marks forskoti þegar fimm mínútur voru liðnar. Haukarnir gáfust þó ekki upp alveg strax og héldu út jöfnum leik í nokkrun tíma. Á 38. mínútu komust Valskonur þremur mörkum yfir og var það kallið hans Gunnars Gunnarsson til þess að taka leikhlé. Það dugði þó lítið því örfáum mínútum síðar komust Valskonur fimm mörkum yfir, 21-16. Haukar reyndu allt hvað þær gátu til þess að jafna leikinn aftur. Forskotið var því miður of mikið en þegar um tíu mínútur voru til leiksloka voru Valskonur með sex marka forskot. Þær héldu út þar til leikurinn var flautaður af og fögnuðu þær innilega fjórða deildarsigrinum í röð. Lokatölur á Hlíðarenda 32-26. Afhverju vann Valur? Valur komu mun agaðari til leiks í síðari hálfleik en þær náðu góðu forskoti strax í upphafi hans og héldu út allan tímann. Varnarleikurinn var frábær sem varð til þess að í kjölfar hans fengu Valskonur ódýr mörk til að mynda úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir átti virkilega góðan leik fyrir Valsliðið en hún skoraði sjö mörk í leiknum og var þar með markahæsti leikmaður Vals. Morgan Marie Þorkelsdóttir átti einnig góðan leik í dag en hún skoraði fimm mörk fyrir sitt lið og steig virkilega mikið upp í síðari hálfleik. Í Haukum var Sara Odden markahæst með sjö mörk en hún var einnig virkilega sterk í vörninni. Ásta Björt Júlíusdóttir kom þar á eftir henni með sex mörk en hún steig upp í lok fyrri hálfleiks og skoraði fjögur mörk í röð. Hvað gekk illa? Bæði lið þurftu smá tíma til þess að finna sig í upphafi leiks. Þegar það kom var leikurinn virkilega jafn. Í síðari hálfleik náðu Valskonur virkilega góðu forskoti en Haukar áttu erfitt með að finna glufur í vörninni og gekk þeim illa að skapa sér færi. Valskonur keyrðu hratt í bakið á þeim sem gerði það að verkum að vörnin gekk ekki eins vel og í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Haukar eiga leik næstkomandi miðvikudag við KA/Þór á útivelli en sá leikur er úr þriðju umferð deildarinnar. Valskonur leika við Fram í Safamýrinni á laugardaginn í sjöttu umferð. Gunnar Gunnarsson: Missum Rakel fyrirliða útaf meidda og þetta þynntist svolítið hjá okkur þá Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, segist vonsvikin yfir því hvernig liðið hans mætti í seinni hálfleikinn.Vísir/Hulda Margrét „Það eru smá vonbrigði yfir því hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við erum fín í fyrri hálfleik, bæði vörn og sókn. En svo látum við valta yfir okkur hérna með seinni bylgju, hraðri miðju og eftir fyrstu 10-12 mínúturnar í síðari hálfleik voru þær komnar í 8-2. Þar erum við ekki alveg nógu grimmar með að stoppa það þegar skytturnar koma á okkur. Leikurinn fór eiginlega bara þar.“ Haukar voru með frumkvæðið stóran hluta fyrri hálfleiks en missa forystuna strax í upphafi síðari hálfleiksins. „Við missum Rakel fyrirliða útaf meidda og þetta þynntist svolítið hjá okkur þá. Það voru fullt af ungum stelpum að koma þarna inn. En við erum fyrst og fremst að mæta feikisterku Valsliði. Þau eru með góða leikmenn, vel þjálfaðar og gott skipulag.“ Thea Imani Sturludóttir: Svo mættum við brjálaðar í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta af þá Thea Imani Sturludóttir var eðlilega sátt með stigin tvö í dag.Vísir/Vilhelm „Það er mjög gott að fá þessi tvö stig. Þetta var hnífjafnt í fyrri hálfleik. Við þurfum eiginlega að fá smá tíma inni í klefa í hálfleik til þess að stilla okkur af en svo mættum við brjálaðar í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta af þá.“ „Við vorum svolítið úr takti í fyrri hálfleik við þurftum að stilla okkur betur af í öllum árásum. Við þurftum að fara í það að vinna varnarvinnuna betur í síðari háfleik og þegar það kom þá gekk þetta upp.“ „Við vonandi höldum áfram að vera taplausar. Þetta er sterk deild. Það er mjög jafnt á milli allra liða og maður þarf bara að halda áfram, mæta vel í hvern einasta leik og halda skapti.“ Olís-deild kvenna Valur Haukar
Valur vann öruggan sex marka sigur á Haukum, 32-26 í 5. umferð Olís deildar kvenna. Fyrri hálfleikur leiksins var virkilega jafn en í síðari hálfleik tóku Valskonur frumkvæðið. Forskotið reyndist Haukunum um megn. Leikurinn byrjaði rólega en fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en eftir rúman fjögurra mínútna leik. Haukar náðu snemma ágætis forskoti og voru þær skrefi á undan Val stærstan hluta fyrri hálfleiks. Munurinn varð þó aldrei meiri en tvö mörk og skildu liðin í hálfleik sem eins marks mun, 14-13, Haukum í vil. Valskonur voru fljótar að finna kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og náðu eins marks forskoti þegar fimm mínútur voru liðnar. Haukarnir gáfust þó ekki upp alveg strax og héldu út jöfnum leik í nokkrun tíma. Á 38. mínútu komust Valskonur þremur mörkum yfir og var það kallið hans Gunnars Gunnarsson til þess að taka leikhlé. Það dugði þó lítið því örfáum mínútum síðar komust Valskonur fimm mörkum yfir, 21-16. Haukar reyndu allt hvað þær gátu til þess að jafna leikinn aftur. Forskotið var því miður of mikið en þegar um tíu mínútur voru til leiksloka voru Valskonur með sex marka forskot. Þær héldu út þar til leikurinn var flautaður af og fögnuðu þær innilega fjórða deildarsigrinum í röð. Lokatölur á Hlíðarenda 32-26. Afhverju vann Valur? Valur komu mun agaðari til leiks í síðari hálfleik en þær náðu góðu forskoti strax í upphafi hans og héldu út allan tímann. Varnarleikurinn var frábær sem varð til þess að í kjölfar hans fengu Valskonur ódýr mörk til að mynda úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir átti virkilega góðan leik fyrir Valsliðið en hún skoraði sjö mörk í leiknum og var þar með markahæsti leikmaður Vals. Morgan Marie Þorkelsdóttir átti einnig góðan leik í dag en hún skoraði fimm mörk fyrir sitt lið og steig virkilega mikið upp í síðari hálfleik. Í Haukum var Sara Odden markahæst með sjö mörk en hún var einnig virkilega sterk í vörninni. Ásta Björt Júlíusdóttir kom þar á eftir henni með sex mörk en hún steig upp í lok fyrri hálfleiks og skoraði fjögur mörk í röð. Hvað gekk illa? Bæði lið þurftu smá tíma til þess að finna sig í upphafi leiks. Þegar það kom var leikurinn virkilega jafn. Í síðari hálfleik náðu Valskonur virkilega góðu forskoti en Haukar áttu erfitt með að finna glufur í vörninni og gekk þeim illa að skapa sér færi. Valskonur keyrðu hratt í bakið á þeim sem gerði það að verkum að vörnin gekk ekki eins vel og í fyrri hálfleik. Hvað gerist næst? Haukar eiga leik næstkomandi miðvikudag við KA/Þór á útivelli en sá leikur er úr þriðju umferð deildarinnar. Valskonur leika við Fram í Safamýrinni á laugardaginn í sjöttu umferð. Gunnar Gunnarsson: Missum Rakel fyrirliða útaf meidda og þetta þynntist svolítið hjá okkur þá Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, segist vonsvikin yfir því hvernig liðið hans mætti í seinni hálfleikinn.Vísir/Hulda Margrét „Það eru smá vonbrigði yfir því hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við erum fín í fyrri hálfleik, bæði vörn og sókn. En svo látum við valta yfir okkur hérna með seinni bylgju, hraðri miðju og eftir fyrstu 10-12 mínúturnar í síðari hálfleik voru þær komnar í 8-2. Þar erum við ekki alveg nógu grimmar með að stoppa það þegar skytturnar koma á okkur. Leikurinn fór eiginlega bara þar.“ Haukar voru með frumkvæðið stóran hluta fyrri hálfleiks en missa forystuna strax í upphafi síðari hálfleiksins. „Við missum Rakel fyrirliða útaf meidda og þetta þynntist svolítið hjá okkur þá. Það voru fullt af ungum stelpum að koma þarna inn. En við erum fyrst og fremst að mæta feikisterku Valsliði. Þau eru með góða leikmenn, vel þjálfaðar og gott skipulag.“ Thea Imani Sturludóttir: Svo mættum við brjálaðar í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta af þá Thea Imani Sturludóttir var eðlilega sátt með stigin tvö í dag.Vísir/Vilhelm „Það er mjög gott að fá þessi tvö stig. Þetta var hnífjafnt í fyrri hálfleik. Við þurfum eiginlega að fá smá tíma inni í klefa í hálfleik til þess að stilla okkur af en svo mættum við brjálaðar í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta af þá.“ „Við vorum svolítið úr takti í fyrri hálfleik við þurftum að stilla okkur betur af í öllum árásum. Við þurftum að fara í það að vinna varnarvinnuna betur í síðari háfleik og þegar það kom þá gekk þetta upp.“ „Við vonandi höldum áfram að vera taplausar. Þetta er sterk deild. Það er mjög jafnt á milli allra liða og maður þarf bara að halda áfram, mæta vel í hvern einasta leik og halda skapti.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti