Íslendingar nýta nánast allan þorskinn Árni Sæberg skrifar 30. október 2021 17:32 Um níutíu prósent þessara þorska verður nýttur. Vísir/Vilhelm Ný athugun Sjávarklasans á nýtingu á þorskafurðum hérlendis sýnir fram á að Íslendingar beri af öðrum sjávarútvegsþjóðum í þeim efnum og að nýtingin sé um níutíu prósent. Í skýrslu Sjávarklasans segir að Íslendingar hafi verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum um árabil. Verulega halli á þau lönd sem við berum okkur saman við en þó megi merkja vaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á vinnslu hliðarafurða. Mörg þeirra sýni áhuga á að læra af Íslendingum í þeim efnum. Sjávarklasinn skilgreinir fullvinnslu hliðarafurða sem nýtingu á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Nýting hliðarafurða hafi verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45 til 55 prósent af hvítfiski. Þarna sé um veruleg verðmæti að ræða sem fari í súginn hjá öðrum þjóðum. Hér liggji því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu. Fjölmörg fyrirtæki nýti hliðarafurðir Samkvæmt athugunum Sjávarklasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna langstærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýsingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þessara fyrirtækja um 35 prósent. Á listanum eru ekki meðtalin fyrirtæki sem nýta hliðarafurðir að óverulegu leyti í framleiðslu sinni. Sum þeirra nýta íslenskar hliðarafurðir í matvæla- eða gosdrykkjaframleiðslu og veitingastarfsemi, afskurð eða marning í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Töluvert fleiri íslensk fyrirtæki eru því á einn eða annan hátt tengd áframvinnslu hliðarafurða. Skýrslu Sjávarklasans má lesa í heild sinni hér. Sjávarútvegur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Í skýrslu Sjávarklasans segir að Íslendingar hafi verið í forystu í nýtingu hliðarafurða á hvítfiski í heiminum um árabil. Verulega halli á þau lönd sem við berum okkur saman við en þó megi merkja vaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á vinnslu hliðarafurða. Mörg þeirra sýni áhuga á að læra af Íslendingum í þeim efnum. Sjávarklasinn skilgreinir fullvinnslu hliðarafurða sem nýtingu á öllum pörtum fisksins öðrum en fiskflakinu. Nýting hliðarafurða hafi verið lítil í mörgum þeim löndum sem við berum okkur saman eða einungis 45 til 55 prósent af hvítfiski. Þarna sé um veruleg verðmæti að ræða sem fari í súginn hjá öðrum þjóðum. Hér liggji því tækifæri fyrir aðrar sjávarútvegsþjóðir til að gera betur og fyrir Íslendinga að koma að þeim verkefnum með íslenska tækni og þekkingu. Fjölmörg fyrirtæki nýti hliðarafurðir Samkvæmt athugunum Sjávarklasans eru 35 fyrirtæki í landinu sem sinna langstærstum hluta vinnslu hliðarafurða. Upplýsingar fengust um veltu tæplega 30 þessara fyrirtækja. Á árunum 2012 til 2019 jókst velta þessara fyrirtækja um 35 prósent. Á listanum eru ekki meðtalin fyrirtæki sem nýta hliðarafurðir að óverulegu leyti í framleiðslu sinni. Sum þeirra nýta íslenskar hliðarafurðir í matvæla- eða gosdrykkjaframleiðslu og veitingastarfsemi, afskurð eða marning í matvælaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Töluvert fleiri íslensk fyrirtæki eru því á einn eða annan hátt tengd áframvinnslu hliðarafurða. Skýrslu Sjávarklasans má lesa í heild sinni hér.
Sjávarútvegur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira