Hestakona fær skertar bætur vegna ölvunar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:56 Hestakonan var talin hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Vísir/Vilhelm Hestakona krafðist þess að henni yrðu greiddar fullar bætur vegna líkamstjóns sem hún hlaut eftir fall af hestbaki. Tryggingarfélagið féllst ekki á það og taldi nærri lagi að greiða henni 1/3 hluta tjónsins. Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar. Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar.
Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira