Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2021 23:46 Jóhann Rúnar Skúlason er ekki lengur landsliðsmaður Íslands í hestaíþróttum. Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins. Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins.
Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira