Gremino tapaði 1-3 fyrir Palmeiras á heimavelli í gær og staða liðsins í botnbaráttu brasilísku úrvalsdeildarinnar er erfið.
Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka jafnaði Elias Alves í 2-2 fyrir Gremio. Eða svo hélt hann. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir skoðun á myndbandi.
Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði varamaðurinn Breno sigur Palmeiras þegar hann skoraði þriðja mark liðsins.
Í leikslok fór hluti stuðningsmanna Gremio inn á völlinn, eða öllu heldur á svæðið þar sem VAR-skjárinn er. Þeir létu öllum illum látum og reyndu að eyðileggja skjáinn og aðrar græjur á VAR-svæðinu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
In Brazil, Gremio fans violently invaded the pitch and attempted to destroy the VAR area following their 3-1 loss to Palmeiras at home on Sunday.
— B/R Football (@brfootball) November 1, 2021
The Brasileirao club had a goal disallowed to make it 2-2 and are sat in the relegation zone.
(via @geglobo)pic.twitter.com/eKpN12pRM1
Gremio er í nítjánda og næstneðsta sæti brasilísku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Liðið á þó tvo leiki til góða.