„Það væri gaman að fá Njarðvík“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2021 22:05 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var glaður að vera kominn áfram í bikarkeppninni eftir sigur á KR á heimavelli í kvöld, 84-77. Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Keflavík verður því með í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Liðin sem verða í pottinum auk Keflavíkur eru Njarðvík, Valur, Þór Þ., Haukar, ÍR, Grindavík og Stjarnan. Aðspurður að óskamótherja í 8 liða úrslitum þá kveðst Hjalti vera spenntur fyrir nágrannaslag. „Það væri gaman að fá Njarðvík. Það væri rosalega gaman fyrir bæjarfélagið en að öðru leyti eru þetta allt góð lið og við tökum bara næsta mótherja sama hver það verður,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson í viðtali við Vísi eftir leik. Það var í raun frábær seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem skilaði því að þeir unnu leikinn en Keflvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld mjög illa og töpuðu fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-33, en unnu svo alla hina leikhlutana. Þrátt fyrir það var Hjalti í raun bara sáttur með síðasta fjórðunginn hjá sínum mönnum. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn áfram í 8 liða úrslit, Það er það sem skiptir máli en mér fannst við vera rosalega flatir til að byrja með og í raun flatir alveg fyrstu þrjá leikhlutana. Það kom svo smá orka með Dóra og Magga í fyrri hálfleik en að öðru leyti fannst mér við geta gert miklu meira orkulega séð. Við gerðum annars vel í að klára þennan leik,“ sagði Hjalti. „Þetta var rosa flatt og rosa skrítið. Kannski voru menn að gera of mikið úr þessum leik fyrir fram. Þetta er náttúrulega bara körfubolti og menn eru enn þá að læra inn á hvorn annan.“ Það var mikill munur á liði Keflavíkur á milli hálfleikja, Hjalti vildi þó ekki meina að hálfleiksræðan sín hafi skipt sköpum í viðsnúningi Keflavíkur, en heimamenn voru sex stigum undir í hálfleik. „Nei nei, við fórum bara yfir grunnatriðin. Okkur vantaði orku í leik okkar, það var númer eitt tvö og þrjú. Við vorum að leyfa þeim að koma upp með boltann og það var enginn pressa á boltanum eða neitt slíkt. Við vorum hálf flatir og við ákvöðum að laga það í seinni hálfleik. Það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 1. nóvember 2021 21:10
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga