Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 12:32 Frá baráttufundi Eflingar í miðbæ Reykjavíkur vegna verkafalla. Vísir/Vilhelm Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17