Heilbrigðiskerfið – stjórnun og skipulag Reynir Arngrímsson skrifar 2. nóvember 2021 13:31 Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun