Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. nóvember 2021 22:22 Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur, og aðstoðarleikskólastjóri. Arnar Halldórsson Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán: Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 sáum við leikskólabörn í Bolungarvík, sem núna eru yfir fimmtíu talsins. „Við erum nýlega búin að stækka við leikskólann okkar,“ segir aðstoðarleikskólastjórinn Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar. Og í grunnskólanum eru yfir 120 nemendur. „Það er fjölgun í grunnskólanum, veit ég, og eins í leikskólanum.“ Við höfnina er verið að byggja yfir Fiskmarkað Vestfjarða.Arnar Halldórsson Og núna eru húsbyggingar á fullri ferð. Miklar framkvæmdir hafa verið við stækkun frystihúss Jakobs Valgeirs ehf. og nýtt hús er að rísa yfir Fiskmarkað Vestfjarða. Byggingafulltrúinn Finnbogi Bjarnason segir að í seinni tíð hafi Bolvíkingar ekki séð eins mikið byggt og núna. Einn mælikvarðinn á vöxt og viðgang samfélaga eru nýbyggingar á íbúðarhúsnæði. Við Þjóðólfsveg er byggingaverktakinn Hrafnshóll að reisa fimm íbúða raðhúsalengju fyrir leigufélagið Nýjatún, ýmist til sölu eða leigu. Þrjár íbúðanna verða 75 fermetra og þriggja herbergja og tvær 90 fermetra og fjögurra herbergja. Fimm íbúða raðhúsalengja er í smíðum við Þjóðólfsveg.Arnar Halldórsson Við vörpum því til forseta bæjarstjórnar hvort þetta sé til marks um endurvakinn þrótt Bolungarvíkur: „Það er eitt það gleðilegasta við Bolungarvík núna - þá tel ég svo vera - allavega í minni tíð í bæjarstjórn, hafa ekki verið fleiri umsóknir um íbúðalóðir. Um byggingu íbúða, hvort sem það eru einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús,“ segir Guðbjörg. Þá sögðum við nýlega frá fjórtán íbúðum sem verið er að innrétta í byggingu sem áður hýsti skrifstofur og Náttúrugripasafn bæjarins. „Þar er verið að byggja upp íbúðir til leigu. Af því að það vantar húsnæði hérna,“ segir Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um íbúðirnar fjórtán:
Bolungarvík Húsnæðismál Byggingariðnaður Byggðamál Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21