Létu sjálfsmark Stones ekki á sig fá | Jafnt í Þýskalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 21:55 Ekkert vesen var á Manchester City í kvöld. Chloe Knott/Getty Images Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Club Brugge í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá náði RB Leipzig í sitt fyrsta stig er liðið gerði 2-2 jafntefli við París Saint-Germain. Lærisveinar Pep Guardiola unnu fyrri viðureign liðanna 5-1 í Belgíu og var leikur kvöldsins í raun aðeins formsatriði en gestirnir komu á óvart. Eftir að Phil Foden kom Man City yfir eftir aðeins stundarfjórðung var talið að heimamenn myndu ganga frá leiknum í kjölfarið. Allt kom fyrir ekki og Brugge jafnaði metin þökk sé sjálfsmarki John Stones á 17. mínútu, staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. 2016 - John Stones is the first Manchester City player to score an own goal in the Champions League since September 2016, when Raheem Sterling scored one against Celtic. Unfortunate.— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2021 Í þeim síðari stigu heimamenn á bensíngjöfina. Riyad Mahrez kom þeim yfir og varamaðurinn Raheem Sterling gerði í raun út um leikinn á 72. mínútu. Gabriel Jesus bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma og lauk leiknum með 4-1 sigri Manchester City. Í hinum leik riðilsins mættust RB Leipzig og París Saint-Germain í Þýskalandi. Leipzig komst yfir snemma leiks þökk sé marki Christopher Nkunku og skömmu síðar fengu þeir vítaspyrnu. Sem betur fyrir gestina er Gianluigi Donnarumma ágætis vítabani og varði spyrnu Andre Silva. 8 RB Leipzig take the lead against PSG 12 Donnarumma saves a penalty for PSG pic.twitter.com/t8j3xXv1b1— B/R Football (@brfootball) November 3, 2021 Gini Wijnaldum jafnaði svo metin fyrir gestina á 21. mínútu eftir sendingu Kylian Mbappé. Wijnaldum var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og kom gestunum yfir. Staðan 1-2 í hálfleik og virtist sem það yrðu lokatölur leiksins. Í uppbótartíma fengu heimamenn hins vegar vítaspyrnu og að þessu sinni kom Donnarumma engum vörnum við. Dominik Szoboszlai tók spyrnuna og jafnaði metin í 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins og Leipzig því loks komið á blað í Meistaradeildinni. Manchester City trónir því á toppi A-riðils með 9 stig, PSG kemur þar á eftir með 8 stig, Brugge er með 4 stig og Leipzig er með 1 stig á botni riðilsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Club Brugge í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá náði RB Leipzig í sitt fyrsta stig er liðið gerði 2-2 jafntefli við París Saint-Germain. Lærisveinar Pep Guardiola unnu fyrri viðureign liðanna 5-1 í Belgíu og var leikur kvöldsins í raun aðeins formsatriði en gestirnir komu á óvart. Eftir að Phil Foden kom Man City yfir eftir aðeins stundarfjórðung var talið að heimamenn myndu ganga frá leiknum í kjölfarið. Allt kom fyrir ekki og Brugge jafnaði metin þökk sé sjálfsmarki John Stones á 17. mínútu, staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. 2016 - John Stones is the first Manchester City player to score an own goal in the Champions League since September 2016, when Raheem Sterling scored one against Celtic. Unfortunate.— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2021 Í þeim síðari stigu heimamenn á bensíngjöfina. Riyad Mahrez kom þeim yfir og varamaðurinn Raheem Sterling gerði í raun út um leikinn á 72. mínútu. Gabriel Jesus bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma og lauk leiknum með 4-1 sigri Manchester City. Í hinum leik riðilsins mættust RB Leipzig og París Saint-Germain í Þýskalandi. Leipzig komst yfir snemma leiks þökk sé marki Christopher Nkunku og skömmu síðar fengu þeir vítaspyrnu. Sem betur fyrir gestina er Gianluigi Donnarumma ágætis vítabani og varði spyrnu Andre Silva. 8 RB Leipzig take the lead against PSG 12 Donnarumma saves a penalty for PSG pic.twitter.com/t8j3xXv1b1— B/R Football (@brfootball) November 3, 2021 Gini Wijnaldum jafnaði svo metin fyrir gestina á 21. mínútu eftir sendingu Kylian Mbappé. Wijnaldum var svo aftur á ferðinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og kom gestunum yfir. Staðan 1-2 í hálfleik og virtist sem það yrðu lokatölur leiksins. Í uppbótartíma fengu heimamenn hins vegar vítaspyrnu og að þessu sinni kom Donnarumma engum vörnum við. Dominik Szoboszlai tók spyrnuna og jafnaði metin í 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins og Leipzig því loks komið á blað í Meistaradeildinni. Manchester City trónir því á toppi A-riðils með 9 stig, PSG kemur þar á eftir með 8 stig, Brugge er með 4 stig og Leipzig er með 1 stig á botni riðilsins. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti