Snæfríður varð í 22. sæti af 43 keppendum í 100 metra skriðsundi. Hún var nálægt sínum besta tíma en kom í bakkann á 54,95 sekúndum, sem er hálfri sekúndu frá Íslandsmeti Ragnheiðar Ragnarsdóttur.
Síðasti keppandi inn í 16 manna úrslitin syndi á 54,48 sekúndum en Barbora Seemanova frá Tékklandi var fljótust á 52,45 sekúndum.

Steingerður varð í 25. sæti af 32 keppendum í 50 metra baksundi. Hún bætti sinn besta tíma mikið með því að synda á 28,18 en áður var hennar besti tími 28,52 sekúndur.
Steingerður á þó enn langt í land með að ná Íslandsmeti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem árið 2016 synti á 27,40 sekúndum.