Aron Jóhansson: Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 18:01 Aron Jóhannsson er genginn í raðir Valsmanna eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Mynd/Skjáskot Aron Jóhannsson gerði í dag þriggja ára samning við Val eftir rúmlega áratug í atvinnumennsku. Hann segir aðdragandan hefa verið fremur stuttan og að gott sé að vera loksins kominn heim. „Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira