Jóhanna Guðrún skildi fyrr á árinu og er komin aftur í samband með sínum fyrrverandi, Ólafi Friðriki Ólafssyni. Fréttablaðið greindi fyrst frá sambandinu. Jóhanna Guðrún og Ólafur voru par í nokkur ár og voru saman þegar hún lenti í öðru sæti í Eurovision.

Jóhanna gaf út plötuna Jól með Jóhönnu í nóvember á síðasta ári og naut hún töluverðra vinsælda. Á plötunni eru tíu lög. Fimm þeirra eru frumsamin og fimm eru tökulög. Tveir gestasöngvarar eru á plötunni en það eru þeir Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson.
Lagið Ætla ekki að eyða þeim ein má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan.
Miðasala er hafin á jólatónleika söngkonunnar, Jól með Jóhönnu. Jóhanna Guðrún, hljómsveit og sérstakir gestir bjóða upp á notalega jólastemmningu og flytja öll uppáhalds jólalögin 28. nóvember í Háskólabíói.

Á plötunni er lagið Löngu liðnir dagar sem er samið af Jóni Jónssyni en textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. Þá samdi Bubbi Morthens eitt lag á plötunni, og Gunnar Þórðarson eitt. En auk þess inniheldur platan útgáfu Jóhönnu á laginu Vetrarsól eftir Gunnar.
Fréttin hefur verið uppfærð.